Viðskipti erlent

Mikil auking á útflutningi frá Kína

Útflutningur Kínverja jókst um 9,9% í september miðað við sama mánuði í fyrra. Þetta er mun meiri vöxtur en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir og munar yfir fjórum prósentustigum á spám þeirra og raunveruleikanum.

Innflutningur jókst um 2.4% sem var í takt við væntingar sérfræðinga. Þá hefur aðeins dregið úr verðbólgunni í Kína en hún mældist 1.9% í september miðað við 2% í mánuðinum á undan.

Þessar tölur þykja góð tíðindi fyrir efnahagsþróunina í heiminum almennt þar sem ljóst er að ekki dregur eins mikið úr umsvifunum í efnhagslífi Kínverja og óttast var.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×