NFL: Fálkarnir enn ósigraðir og Peyton á flugi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2012 11:15 Peyton Manning og Drew Brees eftir leikinn í nótt. Mynd/Nordic Photos/Getty Atlanta Falcons vann sinn sjöunda leik í röð í ameríska fótboltanum um helgina og er áfram eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Peyton Manning og félagar í Denver Broncos eru komnir á skrið og þá vann litli bróðir hans, Eli, fjórða leikinn í röð á hinum einstaka Cowboys-leikvangi í Dallas. Atlanta Falcons vann öruggan 30-17 sigur á Philadelphia Eagles og hefur þar með unnið fyrstu sjö leiki sína í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leikstjórnandinn Matt Ryan átti enn einn stórleikinn. Atlanta er eina 7-0 liðið í deildinni en bæði Chicago Bears og Houston Texans hafa unnið 6 af 7 leikjum sínum. Denver Broncos vann 34-14 sigur á New Orleans Saints þar sem stjarna Peyton Manning skein skært. Manning náði fjórða leiknum í röð þar sem hann kastaði yfir 300 jarða, gaf þrjár snertimarkssendingar og tapaði ekki bolta. Broncos hefur unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum og það efast enginn lengur um það að Manning nái sér ekki að meiðslunum sem héldu honum frá allt síðasta tímabil. Það var annars mikil dramatík í leikjum gærdagsins og í mörgum þeirra réðustu úrslitin á síðustu sekúndunum. Chicago Bears þurfti að hafa fyrir naumum 23-22 endurkomusigri á Carolina Panthers, Indianapolis Colts vann Tennessee í framlengingu og Detroit Lions vann Seattle Seahawks á snertimarki 20 sekúndum fyrir leikslok. Núverandi meisturum í New York Giants líkar vel að spila á hinum magnaða Cowboys-leikvangi því liðið er búið að vinna alla fjóra leiki sína á vellinum. Dallas Cowboys skoraði reyndar snertimark í lok leiksins sem hefði skilað liðinu sigri en það munaði aðeins sentímetrum að það hefði verið gilt. Eli Manning og félagar New York Giants unnu því fjórða leikinn í röð.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: Green Bay Packers - Jacksonville Jaguars 24-15 New York Jets - Miami Dolphins 9-30 Cleveland Browns - San Diego Chargers 7-6 Tennessee Titans - Indianapolis Colts 13-19 (framlenging) St. Louis Rams - New England Patriots 7-45 Philadelphia Eagles - Atlanta Falcons 17-30 Chicago Bears - Carolina Panthers 23-22 Detroit Lions - Seattle Seahawks 28-24 Pittsburgh Steelers - Washington Redskins 27-12 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 16-26 Dallas Cowboys - New York Giants 24-29 Denver Broncos - New Orleans Saints 34-14 NFL Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira
Atlanta Falcons vann sinn sjöunda leik í röð í ameríska fótboltanum um helgina og er áfram eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Peyton Manning og félagar í Denver Broncos eru komnir á skrið og þá vann litli bróðir hans, Eli, fjórða leikinn í röð á hinum einstaka Cowboys-leikvangi í Dallas. Atlanta Falcons vann öruggan 30-17 sigur á Philadelphia Eagles og hefur þar með unnið fyrstu sjö leiki sína í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leikstjórnandinn Matt Ryan átti enn einn stórleikinn. Atlanta er eina 7-0 liðið í deildinni en bæði Chicago Bears og Houston Texans hafa unnið 6 af 7 leikjum sínum. Denver Broncos vann 34-14 sigur á New Orleans Saints þar sem stjarna Peyton Manning skein skært. Manning náði fjórða leiknum í röð þar sem hann kastaði yfir 300 jarða, gaf þrjár snertimarkssendingar og tapaði ekki bolta. Broncos hefur unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum og það efast enginn lengur um það að Manning nái sér ekki að meiðslunum sem héldu honum frá allt síðasta tímabil. Það var annars mikil dramatík í leikjum gærdagsins og í mörgum þeirra réðustu úrslitin á síðustu sekúndunum. Chicago Bears þurfti að hafa fyrir naumum 23-22 endurkomusigri á Carolina Panthers, Indianapolis Colts vann Tennessee í framlengingu og Detroit Lions vann Seattle Seahawks á snertimarki 20 sekúndum fyrir leikslok. Núverandi meisturum í New York Giants líkar vel að spila á hinum magnaða Cowboys-leikvangi því liðið er búið að vinna alla fjóra leiki sína á vellinum. Dallas Cowboys skoraði reyndar snertimark í lok leiksins sem hefði skilað liðinu sigri en það munaði aðeins sentímetrum að það hefði verið gilt. Eli Manning og félagar New York Giants unnu því fjórða leikinn í röð.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: Green Bay Packers - Jacksonville Jaguars 24-15 New York Jets - Miami Dolphins 9-30 Cleveland Browns - San Diego Chargers 7-6 Tennessee Titans - Indianapolis Colts 13-19 (framlenging) St. Louis Rams - New England Patriots 7-45 Philadelphia Eagles - Atlanta Falcons 17-30 Chicago Bears - Carolina Panthers 23-22 Detroit Lions - Seattle Seahawks 28-24 Pittsburgh Steelers - Washington Redskins 27-12 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 16-26 Dallas Cowboys - New York Giants 24-29 Denver Broncos - New Orleans Saints 34-14
NFL Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Sjá meira