Viðskipti erlent

Kaupóðir Kínverjar á lúxusmarkaðinum í Kaupmannahöfn

Úra- og skartgripaverslanir í Kaupmannahöfn eru að upplifa eitt besta árið í sögunni.

Ástæðan er sú að efnaðir Kínverjar hafa fjölmennt í þessar verslanir í ár og keypt grimmt dýr úr og skartgripi - oft fyrir yfir 100.000 danskar krónur stykkið eða meira en 2 milljónir króna.

Fjallað er um málið í Berlingske Tidende og þar segja úra- og skartgripasalar að hagnaður þeirra í ár verði talinn í milljónum danskra króna.

Það eru einkum dýrustu úrin sem Kínverjarnir kaupa eins og Patek Philippe, Rolex og Omega. Hvað skartgripi varðar eru Cartier og Chanel ofarlega á óskalistanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×