Viðskipti erlent

Grikkir semja um lán

Neyðarlánið er lífsnauðsynlegt fyrir Grikki og forsenda þess að ríkissjóður landsins geti staðið við skuldbindingar sínar.
Neyðarlánið er lífsnauðsynlegt fyrir Grikki og forsenda þess að ríkissjóður landsins geti staðið við skuldbindingar sínar. MYND/AFP
Grikkland hefur náð samkomulagi við erlenda lánadrottna sína í Evrópu um frest til að mæta niðurskurðarmarkmiðum sínum. Niðurskurður í ríkisútgjöldum Grikkja er forsenda þess að þeir fái seinna neyðarlán sitt frá Evrópusambandinu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

Neyðarlánið nemur rúmlega fimm þúsund milljörðum króna. Frestunin felur í sér auknar kröfur um niðurskurð.

Grískir þingmenn þurfa að samþykkja aðgerðirnar fyrir 12. nóvember næstkomandi.

Neyðarlánið er lífsnauðsynlegt fyrir Grikki og forsenda þess að ríkissjóður landsins geti staðið við skuldbindingar sínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×