Atvinnuleysið aldrei meira Hugrún Halldórsdóttir skrifar 31. október 2012 23:25 Vilja ekki niðurskurð. Mynd/AFP Atvinnuleysið á evrusvæðinu er nú í söglegu hámarki og mældist það tæp tólf prósent í september. Rúmlega átján og hálf milljón var atvinnulaus í evruríkjunum sautján í septembermánuði samkvæmt nýjum tölum sem Eurostat birti í dag, Atvinnuleysið mældist þannig ellefu komma sex prósent og hækkaði um núll komma eitt prósentustig frá ágústmánuði, sem þýðir að tæplega hundrað og fimmtíu þúsund bættust á atvinnuleysisskrá. „Ástandið versnar sífellt og engin merki sjáanleg að það batni í þessum þremur löndum. Þvert á móti hef ég miklar áhyggjur af þessu því við verðum þess vör að þetta kemur afar illa niður á ungu fólki," segir Fabian Zuleeg, hagfræðingur. Mest mælist atvinnuleysið á Spáni, 25,8 prósent en annar hver Spánverji undir 25 ára aldri er nú án atvinnu. Jóakim Galletero er á meðal þeirra fjölmörgu Spánverja sem finnur vel fyrir ástandinu, en hann og kona hans hafa verið atvinnulaus í langan tíma. „Ástandið er óþolandi því nú skuldum við bökunum fé, við höfum ekki getað greitt veðskuldirnar í tvo mánuði og þeir geta farið fram á útburð að þremur mánuðum liðnum. Við erum því orðin úrkula vonar," segir Joaquin. Og fjölskyldufaðirinn hefur áhyggjur af framíð sjö ára sonar síns og annarra ungmenna í landinu. „Við sjáum alls enga framtíð fyrir hann þótt hann leggi hart að sér í námi. Það skiptir ekki máli hvað hann leggur mikið á sig. Hver er framtíð hans? Hann mun verða alslaus hvort sem hann lærir eða ekki. Hann á sér enga framtíð. Hvorki við né hann," segir Joaquin. Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Atvinnuleysið á evrusvæðinu er nú í söglegu hámarki og mældist það tæp tólf prósent í september. Rúmlega átján og hálf milljón var atvinnulaus í evruríkjunum sautján í septembermánuði samkvæmt nýjum tölum sem Eurostat birti í dag, Atvinnuleysið mældist þannig ellefu komma sex prósent og hækkaði um núll komma eitt prósentustig frá ágústmánuði, sem þýðir að tæplega hundrað og fimmtíu þúsund bættust á atvinnuleysisskrá. „Ástandið versnar sífellt og engin merki sjáanleg að það batni í þessum þremur löndum. Þvert á móti hef ég miklar áhyggjur af þessu því við verðum þess vör að þetta kemur afar illa niður á ungu fólki," segir Fabian Zuleeg, hagfræðingur. Mest mælist atvinnuleysið á Spáni, 25,8 prósent en annar hver Spánverji undir 25 ára aldri er nú án atvinnu. Jóakim Galletero er á meðal þeirra fjölmörgu Spánverja sem finnur vel fyrir ástandinu, en hann og kona hans hafa verið atvinnulaus í langan tíma. „Ástandið er óþolandi því nú skuldum við bökunum fé, við höfum ekki getað greitt veðskuldirnar í tvo mánuði og þeir geta farið fram á útburð að þremur mánuðum liðnum. Við erum því orðin úrkula vonar," segir Joaquin. Og fjölskyldufaðirinn hefur áhyggjur af framíð sjö ára sonar síns og annarra ungmenna í landinu. „Við sjáum alls enga framtíð fyrir hann þótt hann leggi hart að sér í námi. Það skiptir ekki máli hvað hann leggur mikið á sig. Hver er framtíð hans? Hann mun verða alslaus hvort sem hann lærir eða ekki. Hann á sér enga framtíð. Hvorki við né hann," segir Joaquin.
Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent