Sigurjón og Christine ofurhlauparar ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2012 17:30 Christine Bucholtz og Sigurjón Sigurbjörnsson. Mynd/Heimasíða FRÍ Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið þau Christine Bucholtz og Sigurjón Sigurbjörnsson ofurhlaupara ársins 2012 en bæði fengu þau verðlaunin afhent á uppskeruhátíð FRÍ um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem FRÍ útnefnir ofurhlaupara ársins með þessum hætti. Þau Christine og Sigurjón hafa verið í fararbroddi í þessari grein frjálsíþrótta á árinu en þetta kemur fram á heimasíðu FRÍ. Sigurjón Sigurbjörnsson er félagi númer 27 í 100 km félaginu og hann er Íslandsmethafi í 100 km hlaupi. Sigurjón tók þátt í heimsmeistaramóti í 100 km hlaupi í Sergeno á Norður Ítalíu 22. apríl. Sigurjón var elstur keppenda á mótinu en hann er 57 ára gamall. Mótið var jafnframt Evrópumeistaramót í 100 km hlaupi. Sigurjón lauk hlaupinu á 8.07.43 klukkutímum, varð númer 69 af 165 sem luku keppni í HM og í 56. sæti af 82 sem luku keppni í EM. Þessi árangur skilar Sigurjóni í 199 sæti á heimslistanum. Sigurjón er í fyrsta sæti á heimslista í aldursflokknum 55-59 ára og í öðru sæti af þeim sem eru 55 ára og eldri. Hann er í tíunda sæti á heimslista yfir þá sem eru 50 ára og eldri. Sigurjón á íslandsmet í 100 km hlaupi sem er 7.59.01 klukkustundir. Christine Bucholtz er félagi númer 30 í félagi 100 km hlaupara. Hún hefur verið að færa sig yfir í lengri vegalengdir eftir að hún lauk 100 km hlaupi á Spáni haustið 2010. Hún hljóp 100 mílna hlaup á Spáni 22. og 23. október 2011 á 23 klukkutímum og 30 mínútum. Christine lauk áfangahlaupinu GORE-TEX® TRANSALPINE-RUN í september 2012. Það var hlaupið um Þýskaland, Austurríki og Ítalíu. Hlaupið var 320 km langt og samanlögð heildarhækkun var 15.000 metrar. Að lokum hljóp Christine Ultima Frontera í Andalúsíu á Spáni dagana 20. og 21. október síðastliðinn. Það er 166 kílómetra langt hlaup í fjalllendi. Alls hófu fjórar konur hlaupið, tvær luku hlaupinu og sigraði Christine á rúmum 26 klukkutímum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sjá meira
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið þau Christine Bucholtz og Sigurjón Sigurbjörnsson ofurhlaupara ársins 2012 en bæði fengu þau verðlaunin afhent á uppskeruhátíð FRÍ um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem FRÍ útnefnir ofurhlaupara ársins með þessum hætti. Þau Christine og Sigurjón hafa verið í fararbroddi í þessari grein frjálsíþrótta á árinu en þetta kemur fram á heimasíðu FRÍ. Sigurjón Sigurbjörnsson er félagi númer 27 í 100 km félaginu og hann er Íslandsmethafi í 100 km hlaupi. Sigurjón tók þátt í heimsmeistaramóti í 100 km hlaupi í Sergeno á Norður Ítalíu 22. apríl. Sigurjón var elstur keppenda á mótinu en hann er 57 ára gamall. Mótið var jafnframt Evrópumeistaramót í 100 km hlaupi. Sigurjón lauk hlaupinu á 8.07.43 klukkutímum, varð númer 69 af 165 sem luku keppni í HM og í 56. sæti af 82 sem luku keppni í EM. Þessi árangur skilar Sigurjóni í 199 sæti á heimslistanum. Sigurjón er í fyrsta sæti á heimslista í aldursflokknum 55-59 ára og í öðru sæti af þeim sem eru 55 ára og eldri. Hann er í tíunda sæti á heimslista yfir þá sem eru 50 ára og eldri. Sigurjón á íslandsmet í 100 km hlaupi sem er 7.59.01 klukkustundir. Christine Bucholtz er félagi númer 30 í félagi 100 km hlaupara. Hún hefur verið að færa sig yfir í lengri vegalengdir eftir að hún lauk 100 km hlaupi á Spáni haustið 2010. Hún hljóp 100 mílna hlaup á Spáni 22. og 23. október 2011 á 23 klukkutímum og 30 mínútum. Christine lauk áfangahlaupinu GORE-TEX® TRANSALPINE-RUN í september 2012. Það var hlaupið um Þýskaland, Austurríki og Ítalíu. Hlaupið var 320 km langt og samanlögð heildarhækkun var 15.000 metrar. Að lokum hljóp Christine Ultima Frontera í Andalúsíu á Spáni dagana 20. og 21. október síðastliðinn. Það er 166 kílómetra langt hlaup í fjalllendi. Alls hófu fjórar konur hlaupið, tvær luku hlaupinu og sigraði Christine á rúmum 26 klukkutímum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sjá meira