Viðskipti erlent

Tuttugu ára löngu bananastríði er lokið

Bananastríði sem staðið hefur í tuttugu ár milli Evrópusambandsins og landa í Mið Ameríku er nú formlega lokið.

Búið er að undirrita samkomulag um lokin á þessu stríði og þar með binda enda á átta formleg kærumál sem verið hafa í gangi á vegum Alþjóðlegu viðskiptastofnunarinnar.

Stríðið snérist um að Evrópusambandið setti á sínum tíma tolla á innlfutning á banönum frá Mið Ameríku til að vernda slíkan innflutning til sambandsins frá fyrrum nýlendum Evrópulanda í Afríku. Á móti voru settir ýmsir tollar á landbúnaðarafurðir sem fluttar voru frá Evrópu til Mið Ameríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×