Viðskipti erlent

Verk eftir Monet selt á 5,6 milljarða

Eitt af vatnaliljumálverkum meistarans Claude Monet var selt á uppboði hjá Christie´s í New York fyrir tæplega 44 milljónir dollara eða um 5,6 milljarða króna. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir málverk eftir Monet í sögunni.

Verkið sem hér um ræðir heitir Nympeas og það málaði Monet árið 1905 þegar hann dvaldi í Giverny.

Fleiri verk voru boðin upp á þessu uppboði en á vefsíðu BBC segir að athygli hafi vakið að ekki fundust kaupendur að 30% af þeim 69 verkum sem boðin voru upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×