Viðskipti erlent

Máli Motorola og Apple vísað frá dómi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Motorola og iPhone símar.
Motorola og iPhone símar. Mynd/ Getty.
Dómstóll í Bandaríkjunum hefur vísað frá máli Motorola gegn Apple. Bæði fyrirtækin framleiða vinsæla snjallsíma en Apple notar nokkrar lausnir frá Motorola í símana sína. Motorola fær 2,25% af söluvirði Apple símanna í staðinn, en þetta telja forsvarsmenn Apple að sé of hátt. Forsvarsmenn Motorola leituðu því til dómstóla til að fá þá til að kveða úr um hvað væri sanngjarnt verð, en dómstóllinn neitar að taka málið fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×