Viðskipti erlent

Toyota gerir ráð fyrir 1.230 milljarða hagnaði

Forsvarsmenn japanska bílaframleiðandans Toyota gera ráð fyrir 9,7 milljarða dala hagnaði á rekstrarárinu sem sem lýkur í mars á næst ári. Það jafngildir um 1.230 milljörðum króna.

Spáin er jákvæðari en fyrri spár og byggir það ekki síst á aukinni bílasölu í Japan og Bandaríkjunum. Þannig jókst hagnaðurinn á tímabilinu frá júlí til september um 221 prósent frá sama tímabili á árinu á undan, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Sjá má umfjöllun BBC um hagnað Toyota, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×