Viðskipti erlent

Hlutabréf í SAS hækkuðu um 26% í morgun

Hlutabréf í SAS flugfélaginu hækkuðu um 26% í morgun í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Fjárfestar reikna því greinilega með að samkomulag náist við öll verkalýðsfélög starfsmanna SAS en í morgun átti aðeins eftir að ganga frá samkomulagi við eitt þeirra, það er verkalýðsfélag dönsku flugliðanna hjá SAS.

Í dönskum fjölmiðlum segir að allar líkur séu á að verkalýðsfélag dönsku flugliðanna muni einnig fallast á nýjan kjarasamning við SAS.

Það sem af er árinu hefur markaðsvirði SAS lækkað um 17%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×