Viðskipti erlent

Lítt menntað fólk tekur fleiri veikindadaga en hámenntaðir

Ný úttekt í Danmörku sýnir að fólk með litla menntun tekur mun fleiri veikindadaga frá vinnu sinni en þeir hámenntuðu.

Úttekin var unnin á vegum Samtaka starfsfólks í fjármálafyrirtækjum í Danmörku en byggt var á tölulegum upplýsingum frá hagstofu landsins.

Fram kemur að konur sem aðeins eru með grunnskólamenntun taka sér flesta veikindadaga þ.e. eru veikar í ríflega 5% af öllum starfsdögum ársins. Það hlutfall samsvarar um 13 veikindadögum ári. Til samanburðar má nefna að hjá hámenntuðum konum er hlutfallið 3% eða ríflega 7 dagar á ári.

Karlar taka sér almennt mun færri veikindadaga en konurnar, raunar um helmingi færri daga í flestum tilvikum. Hjá körlunum er hinsvegar hið sama upp á teningnum hvað menntunin varðar. Karlar sem aðeins hafa lokið grunnskólanámi taka sér um sex veikindadaga á ári að jafnaði en hjá hámenntuðum körlum eru veikindadagarnir aðeins rúmlega 3 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×