Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hríðlækkar

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðlækkað á síðasta sólarhring og er tunnan af Brent olíunni komin niður í 107 dollara.

Í upphafi vikunnar var tunnan af Brent olíunni í tæpum 112 dollurum og hefur verðið því lækkað um 4% í vikunni. Tunnan af bandarísku léttolíunni hefur lækkað um 1,5% frá því í gær og er komin niður í tæpa 87 dollara.

Á vefsíðunni forexpros segir að það séu einum ummæli Mario Draghi seðlabankastjóra Evrópu sem valdi þessum lækkunum. Draghi sagði í gærdag að efnahagsbatinn í Evrópu yrði minni en gert var ráð fyrir og að árið framundan yrði lélegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×