Rugby lið á höttunum eftir næsta Usain Bolt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 11:15 Myndband af ótrúlegum endaspretti hins tólf ára James Gallaugher á frjálsíþróttamóti í Ástralíu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Í myndbandinu sést Gallaugher taka við keflinu í 4x100 metra boðhlaupi góðum 15-20 metrum á eftir keppinaut sínum. Gallaugher bíður hins vegar ekki boðanna heldur vinnur upp forskotið og tryggir liði sínu glæsilegan sigur. Frammistaða Gallaugher, sem ekki hefur náð táningsaldri, hefur vakið athygli rugby liða í Ástralíu. Gallaugher þykir nefnilega afar efnilegur í íþróttinni enda fáar íþróttagreinar þar sem hraði hans og sprengikraftur nýtast ekki. "Hann kann ekki ennþá allar reglurnar en hefur vakið athygli Parramatta, Newcastle, South Sydney og West Giers," segir móðir Gallaugher í viðtali við Daily Telegraph. Liðin fjögur eru með þeim stærri í rugby í Ástralíu. Gallaugher var í lykilhlutverki hjá skólaliði sínu sem vann til verðlauna í yngri flokka útgáfum af rugby-íþróttinni. Kappinn efnilegi segist þó líklegri til þess að velja frjálsar íþróttir fram yfir rugby eða sambærilegar greinar. "Ástralskur fótbolti er skemmtilegri af því þá spila ég með vinum mínum en ég vil verða hlaupari. Tilfinningin að vera fremstur er svo góð," segir hlauparinn tólf ára. Scott Richardson, einn fljótfráasti maður Ástrala, þjálfar Gallaugher. Richardson hefur aðeins þjálfað Gallaugher í eitt ár en árangur hans fram til þess, án leiðsagnar, vakti athygli Richardson. Gallaugher náði öðru sæti í landsmótinu í 100 metra hlaupi þrátt fyrir afar slæma ræsingu. Að sögn Richardson hefði Gallaugher allt eins vel getað staðið í ræsingunni eins og að beygja sig niður í blokkirnar. "Ég ímyndaði mér hversu langt hann gæti náð fyrst hann hafnaði í einu af fimm efstu sætunum án þess að nýta sér ræsinguna," segir Richardson sem telur Gallaugher allir vegir færir. Haldi hann áfram að bæta sig verði hann sá fljótasti í sögu Ástralíu. Besti tími Gallaugher í 100 metra hlaupi er 11,72 sekúndur. Sá tími hefði dugað til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1896 og enginn í hans aldursflokki í Bandaríkjunum á betri tíma. Piltametið í 100 metra hlaupi utanhúss hér á landi er 13 sekúndur sléttar. Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Myndband af ótrúlegum endaspretti hins tólf ára James Gallaugher á frjálsíþróttamóti í Ástralíu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Í myndbandinu sést Gallaugher taka við keflinu í 4x100 metra boðhlaupi góðum 15-20 metrum á eftir keppinaut sínum. Gallaugher bíður hins vegar ekki boðanna heldur vinnur upp forskotið og tryggir liði sínu glæsilegan sigur. Frammistaða Gallaugher, sem ekki hefur náð táningsaldri, hefur vakið athygli rugby liða í Ástralíu. Gallaugher þykir nefnilega afar efnilegur í íþróttinni enda fáar íþróttagreinar þar sem hraði hans og sprengikraftur nýtast ekki. "Hann kann ekki ennþá allar reglurnar en hefur vakið athygli Parramatta, Newcastle, South Sydney og West Giers," segir móðir Gallaugher í viðtali við Daily Telegraph. Liðin fjögur eru með þeim stærri í rugby í Ástralíu. Gallaugher var í lykilhlutverki hjá skólaliði sínu sem vann til verðlauna í yngri flokka útgáfum af rugby-íþróttinni. Kappinn efnilegi segist þó líklegri til þess að velja frjálsar íþróttir fram yfir rugby eða sambærilegar greinar. "Ástralskur fótbolti er skemmtilegri af því þá spila ég með vinum mínum en ég vil verða hlaupari. Tilfinningin að vera fremstur er svo góð," segir hlauparinn tólf ára. Scott Richardson, einn fljótfráasti maður Ástrala, þjálfar Gallaugher. Richardson hefur aðeins þjálfað Gallaugher í eitt ár en árangur hans fram til þess, án leiðsagnar, vakti athygli Richardson. Gallaugher náði öðru sæti í landsmótinu í 100 metra hlaupi þrátt fyrir afar slæma ræsingu. Að sögn Richardson hefði Gallaugher allt eins vel getað staðið í ræsingunni eins og að beygja sig niður í blokkirnar. "Ég ímyndaði mér hversu langt hann gæti náð fyrst hann hafnaði í einu af fimm efstu sætunum án þess að nýta sér ræsinguna," segir Richardson sem telur Gallaugher allir vegir færir. Haldi hann áfram að bæta sig verði hann sá fljótasti í sögu Ástralíu. Besti tími Gallaugher í 100 metra hlaupi er 11,72 sekúndur. Sá tími hefði dugað til sigurs á Ólympíuleikunum árið 1896 og enginn í hans aldursflokki í Bandaríkjunum á betri tíma. Piltametið í 100 metra hlaupi utanhúss hér á landi er 13 sekúndur sléttar.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira