Stofnandi IKEA sagður auðugasti maður heimsins 14. desember 2012 10:12 Á árlegum lista um auðugustu einstaklinganna í Svíþjóð kemur fram að Ingvar Kamprad stofnandi IKEA telst nú auðugasti maður heimsins. Það er tímaritið Veckans Affärer sem gefur út þennan lista. Á honum kemur fram að auður Kamprad er metinn á um 500 milljarða sænskra króna eða hina stjarnfræðilegu upphæð 9.500 milljarða króna. Fjallað er um málið á vefsíðunni business.dk en þar er þess getið að á sambærilegum lista yfir auðugustu menn heimsins sem Bloomberg tók nýlega saman var Kamprad í fimmta sæti og þar var auður hans metinn á nærri helmingi lægri upphæð eða 275 milljarða sænskra króna. Á lista sænska tímaritsins er auður Kamprad sagður vera um 20 milljörðum sænskra króna meiri en Carlos Slim frá Mexíkó sem hingað til hefur verið talinn auðugasti maður heimsins. Milljarðamæringum í Svíþjóð fjölgar um 11 frá því í fyrra og eru þeir orðnir 119 talsins í ár. Nýtt nafn er að finna meðal þeirra sem eru í tíu efstu sætunum á sænska auðmannalistanum. Þar er raunar um danska konu að ræða eða Mærsk erfingjann Anne Mærsk McKinney Uggla. Auður hennar er metin á 32 milljarða sænskra króna eða rúmlega 600 milljarða króna sem dugir henni í áttunda sætið á listanum. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Á árlegum lista um auðugustu einstaklinganna í Svíþjóð kemur fram að Ingvar Kamprad stofnandi IKEA telst nú auðugasti maður heimsins. Það er tímaritið Veckans Affärer sem gefur út þennan lista. Á honum kemur fram að auður Kamprad er metinn á um 500 milljarða sænskra króna eða hina stjarnfræðilegu upphæð 9.500 milljarða króna. Fjallað er um málið á vefsíðunni business.dk en þar er þess getið að á sambærilegum lista yfir auðugustu menn heimsins sem Bloomberg tók nýlega saman var Kamprad í fimmta sæti og þar var auður hans metinn á nærri helmingi lægri upphæð eða 275 milljarða sænskra króna. Á lista sænska tímaritsins er auður Kamprad sagður vera um 20 milljörðum sænskra króna meiri en Carlos Slim frá Mexíkó sem hingað til hefur verið talinn auðugasti maður heimsins. Milljarðamæringum í Svíþjóð fjölgar um 11 frá því í fyrra og eru þeir orðnir 119 talsins í ár. Nýtt nafn er að finna meðal þeirra sem eru í tíu efstu sætunum á sænska auðmannalistanum. Þar er raunar um danska konu að ræða eða Mærsk erfingjann Anne Mærsk McKinney Uggla. Auður hennar er metin á 32 milljarða sænskra króna eða rúmlega 600 milljarða króna sem dugir henni í áttunda sætið á listanum.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira