Eiga Suðurnes að bera ímynd 19. aldar iðnvæðingar? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Stálgrindarmöstur eins og þau sem Landsnet hyggst reisa á Reykjanesskaganum eru táknmynd liðinna tíma. Þau byggja í grunninn á sömu verkfræði og notuð var við hönnun og byggingu Eiffel turnsins. Byggingu Eiffel turnsins lauk árið 1889 og hefur ýmislegt breyst í heiminum síðan þá – líka í verkfræði. Fyrir mörgum áratugum var litið á stálgrindarmöstur og háspennulínur með stolti, þau tilheyrðu kennileitum þróaðra ríkja – táknmynd iðnvæðingarinnar og vitnisburður um nútímaverkfræði síns tíma. Það eru í dag aftur á móti sterk tengsl milli þeirrar neikvæðu ímyndar sem stálgrindarmöstur hafa og þeirrar tegundar verkfræði sem býr að baki. Í þessu samhengi er athygli vert að horfa nokkra áratugi aftur í tímann eða til upphafs 20. aldarinnar. Þá byggðu brúarmannvirki og háspennumöstur – hvort fyrir sig mikilvægir þættir í flutningskerfi – á sömu stálgrindaverkfræðinni og þótti fínt. Á meðan brúarverkfræðin hefur síðan þá þróast langt frá stálgrindaverkfræðinni hefur verkfræði háspennumastra staðið í stað. Brúarmannvirki og brúarverkfræði hafa jafnframt í gegnum tíðina haldið sinni jákvæðu ímynd, sem jafnframt er athygli vert. Ástæður þessa verða ekki raktar hér, ekki rúm til þess. Hins vegar má í þessu samhengi velta fyrir sér af hverju Danir notuðu ekki stálgrindur undir vindmyllurnar sínar. Hvítar vindmyllur í einföldu formi eru í dag jákvæð táknmynd nútímaverkfræði og tæknivæðingar sem vinnur með umhverfinu. Þessi ímynd er notuð (og misnotuð) víða í markaðssetningu sem undirstrikar hversu sterk hún er. Staðan sem við stöndum nú frammi fyrir á sviði raforkuflutningskerfa er að því er virðist dæmigert afsprengi fákeppni og einokunar á markaði, hér á sviði tækni og verkfræði. Fámennur hópur manna stjórnar ferlinu – og hefur lengi gert – með sérhagsmuni að leiðarljósi, nú í síauknum mæli á kostnað almennings. Kommúnistaríkin urðu á sínum tíma að horfast í augu við vandamál sem sprottin voru af sama meiði þegar tímar kommúnisma liðu undir lok; einokun og fákeppni hamlar þróun. Það sem almenningur og sveitarstjórnarfólk almennt virðist minna upplýst um er að það eru aðrar lausnir til á raforkuflutningi en þær sem Landsnet kynnir, við getum kallað þær þriðju leiðina. Um er að ræða umhverfisvænar lausnir sem byggja á nútímaverkfræði, lausnir sem jafnframt eru hagkvæmar sé rétt staðið að málum. Kynningarferli Landsnets eru hönnuð með þarfir fyrirtækisins í huga, sem virðast stjórnast af skammtímasjónarmiðum – hámörkun skammtímahagnaðar líkt og um einkafyrirtæki væri að ræða. Af hverju að færa sig frá því sem maður þekkir svo vel – og er sérfræðingur í – breytingar gætu mögulega haft „óþarfa“ aukakostnað í för með sér fyrir fyrirtækið þótt slíkt gæti komið betur út fyrir samfélagið þegar til lengri tíma er litið. Er óeðlilegt að ætla að fyrirtæki í almenningseigu taki tillit til almannahagsmuna? Mótmælin í VogumMótmælin í Vogum eru í fullkomnu samræmi við sambærileg mótmæli sem eiga sér stað í síauknum mæli víða í heiminum, enda eru stálgrindarmöstur fulltrúi þeirrar sjónmengunar sem raforkuflutningskerfi valda. Nokkrar þjóðir hafa áttað sig á þessu, þar á meðal Finnar og Danir. Nú hafa Vogarnir bæst í hópinn og ber það vott um framsýni og hugrekki til þess að standa vörð um það sem er raunverulega verðmætt. Ofureflið er mikið þótt fáir standi þar að baki. Forstjóri fyrirtækisins Landsnets hefur skv. lögum hönnun, stjórnun og skipulagningu raforkuflutningskerfa í sínum höndum á Íslandi. Ný orkustefna iðnaðarráðuneytisins tekur því miður ekki betur á þessum málum, heldur þvert á móti gefur forstjóra Landsnets svo gott sem haftalaust frelsi til að haga þessum málum eins og hentar Landsneti og hagnaðarsjónarmiðum þess best. Hversu mikill þarf hagnaðurinn að vera? Síðari hluti greinarinnar birtist á næstu dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Sjá meira
Stálgrindarmöstur eins og þau sem Landsnet hyggst reisa á Reykjanesskaganum eru táknmynd liðinna tíma. Þau byggja í grunninn á sömu verkfræði og notuð var við hönnun og byggingu Eiffel turnsins. Byggingu Eiffel turnsins lauk árið 1889 og hefur ýmislegt breyst í heiminum síðan þá – líka í verkfræði. Fyrir mörgum áratugum var litið á stálgrindarmöstur og háspennulínur með stolti, þau tilheyrðu kennileitum þróaðra ríkja – táknmynd iðnvæðingarinnar og vitnisburður um nútímaverkfræði síns tíma. Það eru í dag aftur á móti sterk tengsl milli þeirrar neikvæðu ímyndar sem stálgrindarmöstur hafa og þeirrar tegundar verkfræði sem býr að baki. Í þessu samhengi er athygli vert að horfa nokkra áratugi aftur í tímann eða til upphafs 20. aldarinnar. Þá byggðu brúarmannvirki og háspennumöstur – hvort fyrir sig mikilvægir þættir í flutningskerfi – á sömu stálgrindaverkfræðinni og þótti fínt. Á meðan brúarverkfræðin hefur síðan þá þróast langt frá stálgrindaverkfræðinni hefur verkfræði háspennumastra staðið í stað. Brúarmannvirki og brúarverkfræði hafa jafnframt í gegnum tíðina haldið sinni jákvæðu ímynd, sem jafnframt er athygli vert. Ástæður þessa verða ekki raktar hér, ekki rúm til þess. Hins vegar má í þessu samhengi velta fyrir sér af hverju Danir notuðu ekki stálgrindur undir vindmyllurnar sínar. Hvítar vindmyllur í einföldu formi eru í dag jákvæð táknmynd nútímaverkfræði og tæknivæðingar sem vinnur með umhverfinu. Þessi ímynd er notuð (og misnotuð) víða í markaðssetningu sem undirstrikar hversu sterk hún er. Staðan sem við stöndum nú frammi fyrir á sviði raforkuflutningskerfa er að því er virðist dæmigert afsprengi fákeppni og einokunar á markaði, hér á sviði tækni og verkfræði. Fámennur hópur manna stjórnar ferlinu – og hefur lengi gert – með sérhagsmuni að leiðarljósi, nú í síauknum mæli á kostnað almennings. Kommúnistaríkin urðu á sínum tíma að horfast í augu við vandamál sem sprottin voru af sama meiði þegar tímar kommúnisma liðu undir lok; einokun og fákeppni hamlar þróun. Það sem almenningur og sveitarstjórnarfólk almennt virðist minna upplýst um er að það eru aðrar lausnir til á raforkuflutningi en þær sem Landsnet kynnir, við getum kallað þær þriðju leiðina. Um er að ræða umhverfisvænar lausnir sem byggja á nútímaverkfræði, lausnir sem jafnframt eru hagkvæmar sé rétt staðið að málum. Kynningarferli Landsnets eru hönnuð með þarfir fyrirtækisins í huga, sem virðast stjórnast af skammtímasjónarmiðum – hámörkun skammtímahagnaðar líkt og um einkafyrirtæki væri að ræða. Af hverju að færa sig frá því sem maður þekkir svo vel – og er sérfræðingur í – breytingar gætu mögulega haft „óþarfa“ aukakostnað í för með sér fyrir fyrirtækið þótt slíkt gæti komið betur út fyrir samfélagið þegar til lengri tíma er litið. Er óeðlilegt að ætla að fyrirtæki í almenningseigu taki tillit til almannahagsmuna? Mótmælin í VogumMótmælin í Vogum eru í fullkomnu samræmi við sambærileg mótmæli sem eiga sér stað í síauknum mæli víða í heiminum, enda eru stálgrindarmöstur fulltrúi þeirrar sjónmengunar sem raforkuflutningskerfi valda. Nokkrar þjóðir hafa áttað sig á þessu, þar á meðal Finnar og Danir. Nú hafa Vogarnir bæst í hópinn og ber það vott um framsýni og hugrekki til þess að standa vörð um það sem er raunverulega verðmætt. Ofureflið er mikið þótt fáir standi þar að baki. Forstjóri fyrirtækisins Landsnets hefur skv. lögum hönnun, stjórnun og skipulagningu raforkuflutningskerfa í sínum höndum á Íslandi. Ný orkustefna iðnaðarráðuneytisins tekur því miður ekki betur á þessum málum, heldur þvert á móti gefur forstjóra Landsnets svo gott sem haftalaust frelsi til að haga þessum málum eins og hentar Landsneti og hagnaðarsjónarmiðum þess best. Hversu mikill þarf hagnaðurinn að vera? Síðari hluti greinarinnar birtist á næstu dögum.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun