Fréttir DV Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. Tjáningarfrelsið felur í sér mikilsverð réttindi, en því fylgja líka skyldur. DV hefur á undanförnum árum fullnýtt sér tjáningarfrelsið, en virðist vera algjörlega fyrirmunað að skilja þær skyldur sem því fylgja. Afleiðingin af þessu heilkenni DV eru ítrekaðar málssóknir vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs. Það er raunar sérstakt rannsóknarefni að DV skuli finnast tíma sínum betur varið í réttarsölum á Lækjartorgi og við Arnarhól en að segja fréttir. Til einföldunar fyrir DV má draga skyldurnar saman í þrjár reglur sem flestum hafa verið innrættar frá blautu barnsbeini. Í fyrsta lagi að sannleikurinn sé sagna bestur. Í öðru lagi að menn eigi að koma fram við náungann eins og þeir vilja að sé komið fram við sig. Í þriðja lagi að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Nýlega var forsíðufrétt í DV sem braut gegn öllum þremur framangreindum reglum, en þar var fjallað um Birki Kristinsson, fyrrverandi knattspyrnumann og starfsmann Glitnis/Íslandsbanka. Á forsíðu DV í umrætt skipti var mynd af Birki ásamt eftirfarandi fyrirsögn: YFIRHEYRÐUR. Birkir Kristinsson flæktur í meinta markaðsmisnotkun. Forsíðunni var augljóslega ætlað að skapa þau hughrif að Birkir sætti rannsókn yfirvalda og væri með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á meintri markaðsmisnotkun. Til þess að komast að því að svo væri ekki var nauðsynlegt að lesa fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins, en þar kom fram að Birkir væri vitni í málinu. Hér ber að hafa í huga að forsíða DV fer víða og er stillt upp með áberandi hætti á útsölustöðum blaðsins og kemur þannig fyrir sjónir tugþúsunda. Öðru máli gegnir um fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins sem margfalt færri sjá. Með forsíðufréttinni er því dróttað að æru Birkis sem er refsiverð og skaðabótaskyld háttsemi sem DV og ritstjórar blaðsins bera ábyrgð á að lögum. Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál. Á haustmánuðum 2011 var forsíðufrétt í DV sem var sama marki brennd, en á forsíðunni var mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem þakti 3/4 hluta forsíðunnar. Yfir forsíðuna var skrifað með stríðsletri BJARNI BEN YFIRHEYRÐUR, en yfirfyrirsögn forsíðunnar var Ákærur yfirvofandi í Sjóvár-málinu. Í undirfyrirsögn á forsíðu kom síðan fram að formaður Sjálfstæðisflokksins væri vitni í málinu. Hér er forsíðunni augljóslega ætlað að skapa þau hughrif hjá lesendum að Bjarni Benediktsson sé með réttarstöðu sakbornings vegna lögreglurannsóknar á svokölluðu Sjóvár- eða Vafningsmáli og að hann verði senn ákærður. Ef tilgangur DV var annar þá hefði hin risavaxna mynd að sjálfsögðu verið af þeim aðilum sem eru með réttarstöðu sakbornings í málinu og verða hugsanlega ákærðir. Það er því augljóst að annarleg sjónarmið réðu framsetningu fréttarinnar á forsíðu DV í umrætt skipti eins og virðist reyndar vera með allan fréttaflutning DV af málinu, en blaðið virðist ekki þreytast á því að endurbirta í sífellu sömu fréttina af málinu, alltaf með Bjarna Benediktsson í forgrunni, sem er sérkennilegt þar sem hann er vitni í málinu en ekki sakborningur. Það er mál að linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Vafningsmálið Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. Tjáningarfrelsið felur í sér mikilsverð réttindi, en því fylgja líka skyldur. DV hefur á undanförnum árum fullnýtt sér tjáningarfrelsið, en virðist vera algjörlega fyrirmunað að skilja þær skyldur sem því fylgja. Afleiðingin af þessu heilkenni DV eru ítrekaðar málssóknir vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs. Það er raunar sérstakt rannsóknarefni að DV skuli finnast tíma sínum betur varið í réttarsölum á Lækjartorgi og við Arnarhól en að segja fréttir. Til einföldunar fyrir DV má draga skyldurnar saman í þrjár reglur sem flestum hafa verið innrættar frá blautu barnsbeini. Í fyrsta lagi að sannleikurinn sé sagna bestur. Í öðru lagi að menn eigi að koma fram við náungann eins og þeir vilja að sé komið fram við sig. Í þriðja lagi að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Nýlega var forsíðufrétt í DV sem braut gegn öllum þremur framangreindum reglum, en þar var fjallað um Birki Kristinsson, fyrrverandi knattspyrnumann og starfsmann Glitnis/Íslandsbanka. Á forsíðu DV í umrætt skipti var mynd af Birki ásamt eftirfarandi fyrirsögn: YFIRHEYRÐUR. Birkir Kristinsson flæktur í meinta markaðsmisnotkun. Forsíðunni var augljóslega ætlað að skapa þau hughrif að Birkir sætti rannsókn yfirvalda og væri með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á meintri markaðsmisnotkun. Til þess að komast að því að svo væri ekki var nauðsynlegt að lesa fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins, en þar kom fram að Birkir væri vitni í málinu. Hér ber að hafa í huga að forsíða DV fer víða og er stillt upp með áberandi hætti á útsölustöðum blaðsins og kemur þannig fyrir sjónir tugþúsunda. Öðru máli gegnir um fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins sem margfalt færri sjá. Með forsíðufréttinni er því dróttað að æru Birkis sem er refsiverð og skaðabótaskyld háttsemi sem DV og ritstjórar blaðsins bera ábyrgð á að lögum. Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál. Á haustmánuðum 2011 var forsíðufrétt í DV sem var sama marki brennd, en á forsíðunni var mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem þakti 3/4 hluta forsíðunnar. Yfir forsíðuna var skrifað með stríðsletri BJARNI BEN YFIRHEYRÐUR, en yfirfyrirsögn forsíðunnar var Ákærur yfirvofandi í Sjóvár-málinu. Í undirfyrirsögn á forsíðu kom síðan fram að formaður Sjálfstæðisflokksins væri vitni í málinu. Hér er forsíðunni augljóslega ætlað að skapa þau hughrif hjá lesendum að Bjarni Benediktsson sé með réttarstöðu sakbornings vegna lögreglurannsóknar á svokölluðu Sjóvár- eða Vafningsmáli og að hann verði senn ákærður. Ef tilgangur DV var annar þá hefði hin risavaxna mynd að sjálfsögðu verið af þeim aðilum sem eru með réttarstöðu sakbornings í málinu og verða hugsanlega ákærðir. Það er því augljóst að annarleg sjónarmið réðu framsetningu fréttarinnar á forsíðu DV í umrætt skipti eins og virðist reyndar vera með allan fréttaflutning DV af málinu, en blaðið virðist ekki þreytast á því að endurbirta í sífellu sömu fréttina af málinu, alltaf með Bjarna Benediktsson í forgrunni, sem er sérkennilegt þar sem hann er vitni í málinu en ekki sakborningur. Það er mál að linni.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun