Ég er rasisti Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 21. mars 2012 06:00 Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er í dag, 21. mars. Í ár hefst Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti líka í dag. Það hljómar kannski öfugsnúið, en eitt af verkefnunum sem við stöndum frammi fyrir til að útrýma kynþáttamisrétti er að útrýma orðinu kynþáttur. Hver er rasisti? „Ekki ég, ekki ég," segjum við. Gott ef rétt væri. Kynþættir eru menningarsmíð. Það er allt eins hægt að tala um að mannkynið skiptist í „kynþættina" mjóir og feitir eins og svartir og hvítir. Kynþættir eru flokkunartæki sem við bjuggum sjálf til, ekki guð eða náttúruvalið. Við getum alveg eins trúað því að karlinn búi í tunglinu og grænir menn á Mars. Í menningunni lifir hins vegar góðu lífi sú trú að húðlitur hafi eitthvað að segja um manngildi. Hún gerði það þó ekki alltaf. Á 15. og 16. öld lýstu evrópskir ferðamenn afrískum gestgjöfum sínum eins og sínum líkum. Afríkubúar voru hundrað prósent manneskjur, rétt eins og Evrópubúar. Það var ekki fyrr en síðar sem Evrópa eignaði Afríku skort á siðferði og greind. Þá var Evrópa farin að græða á þrælahaldi og það þurfti að réttlæta grimmdina með því að líkja öðru fólki við eitthvað ögn réttlausara en „skynlausar skepnur". Afrískir þrælasalar notuðu aðra flokkun í æðri og óæðri en það var húðlitsflokkunin í „kynþætti" sem hafði sigur. Hún varð eitt útbreiddasta líkan að hatri á öðrum sem hefur viðgengist undanfarin árhundruð og fram á okkar daga. Mannfræðingar hafa bent á að ný orð leysa reglulega orðið „rasismi" af hólmi í almennri umræðu. Ekki þykir par fínt að vera rasisti. Rasismi verður því neðanjarðarfyrirbæri. Talað er um „málefni innflytjenda" og „nýbúa" með hugtökum á borð við „þjóðernishópar" og „menning" en oft eru undirliggjandi skilaboð rasísk. Sagnfræðingurinn George M. Fredrickson heitinn spáði því fyrir áratug að nýr rasismi væri í þann mund að sigra heiminn: Trúarbrögð. Þau eru mannkynsflokkun sem við erum þegar byrjuð að aðhyllast ... og eigum eftir að nota í æ meira mæli, sagði Fredrickson. Já, rasisminn er seigt kvikindi. Hann lagar sig að breyttum aðstæðum með því að skipta um ham. En hann er alltaf vondur og skaðar fólk, hverju nafni sem hann nefnist. Innst inni viljum við flest lifa í sátt og samlyndi hvert við annað. Þó ekki væri nema til að forðast stríð. Eins og segir á vefsíðu nokkurri með myndum af ólíku fólki: „These guys, they're your neighbours. They're not going away." Leiðin til að lifa saman byrjar á því að tala saman. Vandamál rasískra samfélaga eru ekki „niggarar, útlendingsdjöflar, tæjur og arabafífl" (allt orð sem ég hef heyrt á Íslandi) heldur rasistar. Mörg erum við svo ekkert að velta því fyrir okkur að við búum í rasísku samfélagi og að við verðum að ræða saman um það. Ef við ætlum að lifa af. Ég hef búið í bullandi rasísku samfélagi erlendis. Ástandið er skárra hér á yfirborðinu. En það þarf ekki nema eitt klór til að hveragufan brjóti sér leið gegnum skorpuna og allt fari á fullt stím. Ætli Fredrickson hafi haft rétt fyrir sér þarna um árið, með trúarbrögðin? Finnst okkur múslímar hafa sama tilverurétt á Íslandi og við hin? Nú vantar okkur litlar gular hænur, svona 300 þúsund talsins, sem eru til í að segja: „Jæja þá, ókei, ég er rasisti. Hvað get ég svo gert í því?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er í dag, 21. mars. Í ár hefst Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti líka í dag. Það hljómar kannski öfugsnúið, en eitt af verkefnunum sem við stöndum frammi fyrir til að útrýma kynþáttamisrétti er að útrýma orðinu kynþáttur. Hver er rasisti? „Ekki ég, ekki ég," segjum við. Gott ef rétt væri. Kynþættir eru menningarsmíð. Það er allt eins hægt að tala um að mannkynið skiptist í „kynþættina" mjóir og feitir eins og svartir og hvítir. Kynþættir eru flokkunartæki sem við bjuggum sjálf til, ekki guð eða náttúruvalið. Við getum alveg eins trúað því að karlinn búi í tunglinu og grænir menn á Mars. Í menningunni lifir hins vegar góðu lífi sú trú að húðlitur hafi eitthvað að segja um manngildi. Hún gerði það þó ekki alltaf. Á 15. og 16. öld lýstu evrópskir ferðamenn afrískum gestgjöfum sínum eins og sínum líkum. Afríkubúar voru hundrað prósent manneskjur, rétt eins og Evrópubúar. Það var ekki fyrr en síðar sem Evrópa eignaði Afríku skort á siðferði og greind. Þá var Evrópa farin að græða á þrælahaldi og það þurfti að réttlæta grimmdina með því að líkja öðru fólki við eitthvað ögn réttlausara en „skynlausar skepnur". Afrískir þrælasalar notuðu aðra flokkun í æðri og óæðri en það var húðlitsflokkunin í „kynþætti" sem hafði sigur. Hún varð eitt útbreiddasta líkan að hatri á öðrum sem hefur viðgengist undanfarin árhundruð og fram á okkar daga. Mannfræðingar hafa bent á að ný orð leysa reglulega orðið „rasismi" af hólmi í almennri umræðu. Ekki þykir par fínt að vera rasisti. Rasismi verður því neðanjarðarfyrirbæri. Talað er um „málefni innflytjenda" og „nýbúa" með hugtökum á borð við „þjóðernishópar" og „menning" en oft eru undirliggjandi skilaboð rasísk. Sagnfræðingurinn George M. Fredrickson heitinn spáði því fyrir áratug að nýr rasismi væri í þann mund að sigra heiminn: Trúarbrögð. Þau eru mannkynsflokkun sem við erum þegar byrjuð að aðhyllast ... og eigum eftir að nota í æ meira mæli, sagði Fredrickson. Já, rasisminn er seigt kvikindi. Hann lagar sig að breyttum aðstæðum með því að skipta um ham. En hann er alltaf vondur og skaðar fólk, hverju nafni sem hann nefnist. Innst inni viljum við flest lifa í sátt og samlyndi hvert við annað. Þó ekki væri nema til að forðast stríð. Eins og segir á vefsíðu nokkurri með myndum af ólíku fólki: „These guys, they're your neighbours. They're not going away." Leiðin til að lifa saman byrjar á því að tala saman. Vandamál rasískra samfélaga eru ekki „niggarar, útlendingsdjöflar, tæjur og arabafífl" (allt orð sem ég hef heyrt á Íslandi) heldur rasistar. Mörg erum við svo ekkert að velta því fyrir okkur að við búum í rasísku samfélagi og að við verðum að ræða saman um það. Ef við ætlum að lifa af. Ég hef búið í bullandi rasísku samfélagi erlendis. Ástandið er skárra hér á yfirborðinu. En það þarf ekki nema eitt klór til að hveragufan brjóti sér leið gegnum skorpuna og allt fari á fullt stím. Ætli Fredrickson hafi haft rétt fyrir sér þarna um árið, með trúarbrögðin? Finnst okkur múslímar hafa sama tilverurétt á Íslandi og við hin? Nú vantar okkur litlar gular hænur, svona 300 þúsund talsins, sem eru til í að segja: „Jæja þá, ókei, ég er rasisti. Hvað get ég svo gert í því?"
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun