Þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun Ólína Þorvarðardóttir skrifar 29. júní 2012 06:00 Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar liggur óafgreidd á Alþingi. Auk mín standa níu þingmenn Samfylkingarinnar að tillögunni, sem ég hef nú flutt tvívegis án þess að hún hlyti afgreiðslu. Tillagan er um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þjóðareign á auðlindinni, innköllun og endurúthlutun aflaheimilda o.fl. Ég tel brýnna nú en nokkru sinni að leita álits þjóðarinnar á þeim grundvallaratriðum sem að er stefnt með breytingum á kvótakerfinu, nú þegar ríkisstjórnin hefur, eftir harðvítugt málþóf stjórnarandstöðunnar, neyðst til þess að fresta afgreiðslu frumvarps um. Samráð fámenns hóps þingmanna úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, Samfylkingu og VG, sem sett hefur verið til verka við endurskoðun frumvarpsins, er ekki nægjanleg trygging fyrir farsælum lyktum þessa umdeilda máls. Stjórnarsáttmálinn kveður á um mikilvægi þess að standa vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Í þeim anda er heitið breytingum á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi með það að markmiði að fiskveiðar umhverfis landið séu hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Því er heitið að með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskstofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar, enda segir í 1. gr. núgildandi laga um stjórn fiskveiða að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum. Þá er því einnig heitið að brugðist verði frekar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 24. október 2007, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins. Frá því stjórnarsáttmálinn var gerður hafa tveir ráðherrar lagt fram frumvörp að breyttu fiskveiðistjórnarkerfi. Hafa þau mætt harðri mótspyrnu frá LÍÚ og málsvörum þeirra á Alþingi, og því hefur hvorugt frumvarpið verið útkljáð – annað var dregið til baka, og nú hefur hinu síðara verið frestað og það tekið til endurskoðunar. Hins vegar hafa skoðanakannanir sýnt ríkan vilja meðal þjóðarinnar til þess að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu nái fram að ganga. Í ljósi þeirra hörðu deilna sem uppi hafa verið um málið, er ekki seinna vænna að fá úr því skorið hver þjóðarviljinn er í þessu efni. Íslenskur sjávarútvegur á að gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnu- og efnahagslífsins sem fram undan er. Mikilvægt er að skapa greininni góð rekstrarskilyrði og treysta rekstrargrundvöllinn til langs tíma. En það er ekki síður mikilvægt að samfélagsleg sátt náist um stjórn fiskveiða. Slík sátt getur aldrei náðst á grundvelli samkomulags fáeinna stjórnmálamanna við hagsmunaaðila í greininni. Öllum má ljóst vera að ekki verður undan því vikist að efna fyrirheit stjórnarflokkanna um breytingar á fiskveiðistjórninni. Breytingarnar verða að vera í sátt við þjóðina, og því ekki nema sanngirniskrafa að hún fái að tjá hug sinn í þessu mikilvæga máli. Ríkisstjórnin ætti því að láta það verða sitt fyrsta verk að undirbúa ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og láta orða þær spurningar sem æskilegt er að þjóðin svari, áður en málið verður leitt til endanlegra lykta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar liggur óafgreidd á Alþingi. Auk mín standa níu þingmenn Samfylkingarinnar að tillögunni, sem ég hef nú flutt tvívegis án þess að hún hlyti afgreiðslu. Tillagan er um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þjóðareign á auðlindinni, innköllun og endurúthlutun aflaheimilda o.fl. Ég tel brýnna nú en nokkru sinni að leita álits þjóðarinnar á þeim grundvallaratriðum sem að er stefnt með breytingum á kvótakerfinu, nú þegar ríkisstjórnin hefur, eftir harðvítugt málþóf stjórnarandstöðunnar, neyðst til þess að fresta afgreiðslu frumvarps um. Samráð fámenns hóps þingmanna úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, Samfylkingu og VG, sem sett hefur verið til verka við endurskoðun frumvarpsins, er ekki nægjanleg trygging fyrir farsælum lyktum þessa umdeilda máls. Stjórnarsáttmálinn kveður á um mikilvægi þess að standa vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Í þeim anda er heitið breytingum á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi með það að markmiði að fiskveiðar umhverfis landið séu hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Því er heitið að með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskstofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar, enda segir í 1. gr. núgildandi laga um stjórn fiskveiða að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum. Þá er því einnig heitið að brugðist verði frekar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 24. október 2007, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins. Frá því stjórnarsáttmálinn var gerður hafa tveir ráðherrar lagt fram frumvörp að breyttu fiskveiðistjórnarkerfi. Hafa þau mætt harðri mótspyrnu frá LÍÚ og málsvörum þeirra á Alþingi, og því hefur hvorugt frumvarpið verið útkljáð – annað var dregið til baka, og nú hefur hinu síðara verið frestað og það tekið til endurskoðunar. Hins vegar hafa skoðanakannanir sýnt ríkan vilja meðal þjóðarinnar til þess að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu nái fram að ganga. Í ljósi þeirra hörðu deilna sem uppi hafa verið um málið, er ekki seinna vænna að fá úr því skorið hver þjóðarviljinn er í þessu efni. Íslenskur sjávarútvegur á að gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnu- og efnahagslífsins sem fram undan er. Mikilvægt er að skapa greininni góð rekstrarskilyrði og treysta rekstrargrundvöllinn til langs tíma. En það er ekki síður mikilvægt að samfélagsleg sátt náist um stjórn fiskveiða. Slík sátt getur aldrei náðst á grundvelli samkomulags fáeinna stjórnmálamanna við hagsmunaaðila í greininni. Öllum má ljóst vera að ekki verður undan því vikist að efna fyrirheit stjórnarflokkanna um breytingar á fiskveiðistjórninni. Breytingarnar verða að vera í sátt við þjóðina, og því ekki nema sanngirniskrafa að hún fái að tjá hug sinn í þessu mikilvæga máli. Ríkisstjórnin ætti því að láta það verða sitt fyrsta verk að undirbúa ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og láta orða þær spurningar sem æskilegt er að þjóðin svari, áður en málið verður leitt til endanlegra lykta.
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun