Hærri virðisaukaskattur á gistingu á sumrin? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 16. ágúst 2012 11:00 Á árunum fyrir hrun varð verðlag á Íslandi gríðarlega hátt í alþjóðlegum samanburði vegna þess að krónan varð mjög sterk. Það kom þó ekki í veg fyrir það að erlendum ferðamönnum fjölgaði feikilega á sama tíma. Þessi staðreynd bendir til að ferðamennska til Íslands sé ekki mjög viðkvæm fyrir háu verði. Það er, að hátt verðlag fæli ekki frá ferðamenn í miklum mæli. Með gengisfalli var tækifæri fyrir ferðaþjónustuna að hækka verð (í íslenskum krónum talið) og auka arðsemina í greininni. Þetta er sérstaklega aðkallandi á háönninni yfir sumarið, verð þyrfti að vera verulega hærra þá en á lágönn til að auka nýtingu á fjárfestingum. Í ferðaþjónustunni er hins vegar mikil samkeppni margra aðila, sem betur fer, og slík samkeppni heldur verði sjálfkrafa niðri. Ef virðisaukaskattur verður hækkaður á gistingu mun það gera ferðir til Íslands dýrari. Líklega munu færri ferðamenn koma til landsins en ella en af reynslunni fyrir hrun að dæma mun það þó ekki hafa afgerandi áhrif. Hærra verð mun ýta í þá átt að ferðamenn sem hingað koma séu í meira mæli vel stæðir. Þá má spyrja hvort það sé ekki í lagi? Viljum við bara hugsa um magn eða líka um afrakstur? Þrátt fyrir að stórir hlutar Íslands séu herfilega vannýtt auðlind í ferðamennsku, svo sem Norðurland, þá eru blikur á lofti á suðvesturhorninu, sumir staðir þar hafa varla gott af meiri ferðamannafjölda. Því er spurning hvort nú sé í rauninni slæmt að verð hækki og meiri gjaldeyristekjur verði eftir í landinu þó það dempi örlítið hina miklu aukningu sem verið hefur. Staðreyndin er sú að auðveldasta leiðin til að auka afrakstur greinarinnar fyrir Ísland er með sköttum. Þá sitja allir í geiranum við sama borð, allir þurfa að hækka verð. Enn skynsamlegra er að ríkið stuðli að betri nýtingu fjárfestinga í ferðaþjónustu í gegnum skattkerfið. Skattar verði hærri á greinina á háönn en á lágönn. Hér er því lagt til að skattur á gistingu verði vissulega hækkaður úr 7% í 25,5% en einungis yfir mánuðina júní, júlí, ágúst og september. Þetta yrðu nokkur nýmæli í skattkerfinu en enginn vafi er að þetta er vel gerlegt. Flest fyrirtæki gera upp virðisaukaskatt fyrir hvern mánuð og þurfa að tilgreina veltu í hverju skattþrepi. Áhrifin af þessu yrðu þau að þann 1. júní hækkaði gjaldskrá allra hótela og gistirýma en þann 1. október lækkaði hún aftur. Ferðaskrifstofur myndu fylgjast með, þeir sem ætluðu að halda verðinu háu inn í veturinn yrðu ekki vinsælir. Það verður að segjast að hærri skattur á gistingu er að mörgu leyti heppilegur. Hann lendir ekki á þeim efnaminni. Hann lendir að stórum hluta á útlendingum en ekki Íslendingum. Ef hærra skattþrepið er einungis notað yfir sumarið stuðlar það að betri nýtingu gistirýma. Það truflar ekki áform um stóraukna vetrarferðamennsku. Það truflar ekki ferðir Íslendinga innanlands á veturna svo sem í skíðaferðum. Það truflar ekki heldur ráðstefnuhald fyrir utan sumarmánuðina en það er svið innan ferðamennskunnar sem þarf að leggja sérstaka áherslu á. Ég hvet því stjórnvöld eindregið til að kanna þennan möguleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þorvaldur Heiðarsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun varð verðlag á Íslandi gríðarlega hátt í alþjóðlegum samanburði vegna þess að krónan varð mjög sterk. Það kom þó ekki í veg fyrir það að erlendum ferðamönnum fjölgaði feikilega á sama tíma. Þessi staðreynd bendir til að ferðamennska til Íslands sé ekki mjög viðkvæm fyrir háu verði. Það er, að hátt verðlag fæli ekki frá ferðamenn í miklum mæli. Með gengisfalli var tækifæri fyrir ferðaþjónustuna að hækka verð (í íslenskum krónum talið) og auka arðsemina í greininni. Þetta er sérstaklega aðkallandi á háönninni yfir sumarið, verð þyrfti að vera verulega hærra þá en á lágönn til að auka nýtingu á fjárfestingum. Í ferðaþjónustunni er hins vegar mikil samkeppni margra aðila, sem betur fer, og slík samkeppni heldur verði sjálfkrafa niðri. Ef virðisaukaskattur verður hækkaður á gistingu mun það gera ferðir til Íslands dýrari. Líklega munu færri ferðamenn koma til landsins en ella en af reynslunni fyrir hrun að dæma mun það þó ekki hafa afgerandi áhrif. Hærra verð mun ýta í þá átt að ferðamenn sem hingað koma séu í meira mæli vel stæðir. Þá má spyrja hvort það sé ekki í lagi? Viljum við bara hugsa um magn eða líka um afrakstur? Þrátt fyrir að stórir hlutar Íslands séu herfilega vannýtt auðlind í ferðamennsku, svo sem Norðurland, þá eru blikur á lofti á suðvesturhorninu, sumir staðir þar hafa varla gott af meiri ferðamannafjölda. Því er spurning hvort nú sé í rauninni slæmt að verð hækki og meiri gjaldeyristekjur verði eftir í landinu þó það dempi örlítið hina miklu aukningu sem verið hefur. Staðreyndin er sú að auðveldasta leiðin til að auka afrakstur greinarinnar fyrir Ísland er með sköttum. Þá sitja allir í geiranum við sama borð, allir þurfa að hækka verð. Enn skynsamlegra er að ríkið stuðli að betri nýtingu fjárfestinga í ferðaþjónustu í gegnum skattkerfið. Skattar verði hærri á greinina á háönn en á lágönn. Hér er því lagt til að skattur á gistingu verði vissulega hækkaður úr 7% í 25,5% en einungis yfir mánuðina júní, júlí, ágúst og september. Þetta yrðu nokkur nýmæli í skattkerfinu en enginn vafi er að þetta er vel gerlegt. Flest fyrirtæki gera upp virðisaukaskatt fyrir hvern mánuð og þurfa að tilgreina veltu í hverju skattþrepi. Áhrifin af þessu yrðu þau að þann 1. júní hækkaði gjaldskrá allra hótela og gistirýma en þann 1. október lækkaði hún aftur. Ferðaskrifstofur myndu fylgjast með, þeir sem ætluðu að halda verðinu háu inn í veturinn yrðu ekki vinsælir. Það verður að segjast að hærri skattur á gistingu er að mörgu leyti heppilegur. Hann lendir ekki á þeim efnaminni. Hann lendir að stórum hluta á útlendingum en ekki Íslendingum. Ef hærra skattþrepið er einungis notað yfir sumarið stuðlar það að betri nýtingu gistirýma. Það truflar ekki áform um stóraukna vetrarferðamennsku. Það truflar ekki ferðir Íslendinga innanlands á veturna svo sem í skíðaferðum. Það truflar ekki heldur ráðstefnuhald fyrir utan sumarmánuðina en það er svið innan ferðamennskunnar sem þarf að leggja sérstaka áherslu á. Ég hvet því stjórnvöld eindregið til að kanna þennan möguleika.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun