Ekkert heimili í Grikklandi farið í þrot vegna hækkunar lána Bolli Héðinsson skrifar 18. ágúst 2012 06:00 Sem svar við efnahagsþrengingum og til að stuðla að þróun hagkerfa sinna hefur fjöldi Evrópulanda leitað eftir aðild að Evrópusambandinu (ESB) sem leið út úr erfiðleikum sínum. Finnar, sem brugðu á það ráð eftir efnahagshrunið 1990, eru þar nærtækt dæmi. Því hlaut það að vera ein þeirra leiða sem kom til álita fyrir Íslendinga eftir efnahagshrunið 2008. Ekkert annað þarf að búa þar að baki, engin landráð eða svik, heldur aðeins það að kanna hvort leið sem aðrar þjóðir hafa farið gæti reynst heppileg fyrir Íslendinga. Ástæður aðildarviðræðna við ESB eru ekki flóknari en þessar. Þó erfiðleikar séu hjá fjölda ríkja í Evrópu, hvort sem þau nota evru eða sterlingspund, þá er líka allt í stakasta lagi hjá fjölda annarra ríkja sem einfaldlega hafa kunnað fótum sínum forráð. Nægir hér að nefna Holland, Lúxemborg, Finnland, Austurríki auk Þýskalands. Þar verður almenningur ekki var við neina „evrukreppu“, lífið gengur sinn vanagang. Vandkvæði þeirra þjóða sem ratað hafa í vandræði upp á síðkastið er ekki vegna gjaldmiðilsins sem þær nota heldur eingöngu vegna þess að þær hafa ekki haft hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður að leiðarljósi og hafa lifað á lánum um efni fram. Það kann ekki góðri lukku að stýra hvorki í rekstri heimila né þjóðfélaga. Í síðustu kosningum í Grikklandi hvarflaði ekki að Grikkjum að þeir væru betur komnir án evrunnar enda höfnuðu þeir þeirri leið að skipta yfir í annan gjaldmiðil. Þeir hafa áttað sig á að ef þeir hafna evrunni þá gerir það stjórnvöldum eingöngu hægar um vik að skerða kjör almennings, fela lífskjaraskerðinguna með gengisfellingu og fresta því að takast á við hinn raunverulega vanda sem fólginn er í vanhæfum ríkisstjórnum. Ekki eitt einasta heimili og ekki eitt einasta fyrirtæki hefur farið í þrot á Grikklandi, Írlandi, Spáni eða öðrum Evrópulöndum vegna þess að lán til þeirra hafa hækkað. Á Íslandi er hækkun lána helsta ástæða þess að heimili og fyrirtæki hafa farið í þrot og það má eingöngu rekja til íslensku krónunnar. Heimili og fyrirtæki í áðurnefndum löndum eiga í erfiðleikum vegna þess að tekjur þeirra hafa rýrnað en þeir erfiðleikar eiga einnig við hér á landi svo hækkun lána gerir Íslendingum enn erfiðara fyrir en öðrum Evrópuþjóðum. Aðlögun að umheiminumÍsland hefur verið í aðlögun að umheiminum allt frá því það öðlaðist sjálfstæði. Aðlögun að upplýsingakerfum Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fjölda alþjóðastofnana. Eitt mesta samræmingarátak („aðlögun“) hófst þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Þar fer fram t.d. samræming aðferða sem beitt er við styrkveitingar sem auðveldar upplýsingagjöf og þar með samanburð á alþjóðavísu. Getur slíkt verið nema af hinu góða hvort sem menn í meinbægni sinni vilja kalla það „aðlögun“ eða eitthvað annað? Innan Sjálfstæðisflokksins eru þær raddir háværari sem andsnúnar eru aðildarviðræðum við ESB heldur en þær sem styðja aðildarviðræðurnar. En hvernig er það með Sjálfstæðisflokkinn, skuldar forysta hans flokksmönnum ekki skýringu á því hvers vegna hann, einn systurflokka sinna í Evrópu, er andsnúinn aðild að ESB? Hvað skyldi það vera sem er svona sérstakt og öðruvísi á Íslandi en hjá öðrum þjóðum? Hvað er það „versta“ sem gæti hent að mati þeirra sem ekki vilja halda áfram aðildarviðræðum við ESB? Að þjóðinni lítist svo vel á aðildarsamning að hún samþykki í allsherjaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Sjá meira
Sem svar við efnahagsþrengingum og til að stuðla að þróun hagkerfa sinna hefur fjöldi Evrópulanda leitað eftir aðild að Evrópusambandinu (ESB) sem leið út úr erfiðleikum sínum. Finnar, sem brugðu á það ráð eftir efnahagshrunið 1990, eru þar nærtækt dæmi. Því hlaut það að vera ein þeirra leiða sem kom til álita fyrir Íslendinga eftir efnahagshrunið 2008. Ekkert annað þarf að búa þar að baki, engin landráð eða svik, heldur aðeins það að kanna hvort leið sem aðrar þjóðir hafa farið gæti reynst heppileg fyrir Íslendinga. Ástæður aðildarviðræðna við ESB eru ekki flóknari en þessar. Þó erfiðleikar séu hjá fjölda ríkja í Evrópu, hvort sem þau nota evru eða sterlingspund, þá er líka allt í stakasta lagi hjá fjölda annarra ríkja sem einfaldlega hafa kunnað fótum sínum forráð. Nægir hér að nefna Holland, Lúxemborg, Finnland, Austurríki auk Þýskalands. Þar verður almenningur ekki var við neina „evrukreppu“, lífið gengur sinn vanagang. Vandkvæði þeirra þjóða sem ratað hafa í vandræði upp á síðkastið er ekki vegna gjaldmiðilsins sem þær nota heldur eingöngu vegna þess að þær hafa ekki haft hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður að leiðarljósi og hafa lifað á lánum um efni fram. Það kann ekki góðri lukku að stýra hvorki í rekstri heimila né þjóðfélaga. Í síðustu kosningum í Grikklandi hvarflaði ekki að Grikkjum að þeir væru betur komnir án evrunnar enda höfnuðu þeir þeirri leið að skipta yfir í annan gjaldmiðil. Þeir hafa áttað sig á að ef þeir hafna evrunni þá gerir það stjórnvöldum eingöngu hægar um vik að skerða kjör almennings, fela lífskjaraskerðinguna með gengisfellingu og fresta því að takast á við hinn raunverulega vanda sem fólginn er í vanhæfum ríkisstjórnum. Ekki eitt einasta heimili og ekki eitt einasta fyrirtæki hefur farið í þrot á Grikklandi, Írlandi, Spáni eða öðrum Evrópulöndum vegna þess að lán til þeirra hafa hækkað. Á Íslandi er hækkun lána helsta ástæða þess að heimili og fyrirtæki hafa farið í þrot og það má eingöngu rekja til íslensku krónunnar. Heimili og fyrirtæki í áðurnefndum löndum eiga í erfiðleikum vegna þess að tekjur þeirra hafa rýrnað en þeir erfiðleikar eiga einnig við hér á landi svo hækkun lána gerir Íslendingum enn erfiðara fyrir en öðrum Evrópuþjóðum. Aðlögun að umheiminumÍsland hefur verið í aðlögun að umheiminum allt frá því það öðlaðist sjálfstæði. Aðlögun að upplýsingakerfum Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fjölda alþjóðastofnana. Eitt mesta samræmingarátak („aðlögun“) hófst þegar Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Þar fer fram t.d. samræming aðferða sem beitt er við styrkveitingar sem auðveldar upplýsingagjöf og þar með samanburð á alþjóðavísu. Getur slíkt verið nema af hinu góða hvort sem menn í meinbægni sinni vilja kalla það „aðlögun“ eða eitthvað annað? Innan Sjálfstæðisflokksins eru þær raddir háværari sem andsnúnar eru aðildarviðræðum við ESB heldur en þær sem styðja aðildarviðræðurnar. En hvernig er það með Sjálfstæðisflokkinn, skuldar forysta hans flokksmönnum ekki skýringu á því hvers vegna hann, einn systurflokka sinna í Evrópu, er andsnúinn aðild að ESB? Hvað skyldi það vera sem er svona sérstakt og öðruvísi á Íslandi en hjá öðrum þjóðum? Hvað er það „versta“ sem gæti hent að mati þeirra sem ekki vilja halda áfram aðildarviðræðum við ESB? Að þjóðinni lítist svo vel á aðildarsamning að hún samþykki í allsherjaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB?
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun