Fellum tillögu stjórnlagaráðs Haukur Arnþórsson skrifar 11. október 2012 00:01 Ég hef ákveðið að greiða atkvæði gegn því að tillaga stjórnlagaráðs verði notuð sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 20. október 2012. Hér vil ég draga fram eitt grundvallaratriði af nokkrum sem hafa áhrif á afstöðu mína. Markalínur opinbers skipulagsNánast öll þjónusta opinbers valds miðar við staðbundin mörk. Þannig höfum við skólahverfi, sveitarfélög og umdæmi af öllu tagi, meðal annars kjördæmi. Skattheimta fer fram innan staðbundinna marka og sköttum er jafnan ráðstafað innan þeirra. Þótt netið geti veikt staðbundin mörk opinberrar þjónustu standa þessar staðreyndir enn óhaggaðar. Þýskaland er sambandsríki og opinber gjöld renna einkum til hvers ríkis og þjónusta er veitt innan þess. Danmörk (og hin norrænu ríkin hafa svipað fyrirkomulag) hefur 5 regioner og 76% alls skattfjár helst innan þeirra og eru notuð til þess að veita þjónustu þar. Kjördæmaskipulag tekur mið af þessum staðbundna grundvelli og eru kjördæmi (mis)smá og tengja fulltrúa við kjósendur á ákveðnum stað og við þá sameiginlegu hagsmuni sem þeir hafa, meðal annars við öflun og ráðstöfun skattfjár þeirra og uppbyggingu staðbundinnar þjónustu fyrir þá. Afdrifarík mistökHér á landi var fallið frá landshlutatengdu millistjórnsýslustigi undir miðja síðustu öld. Það hefur reynst afdrifaríkt fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar – og nú renna um ¾ hlutar alls opinbers fjár til hins miðlæga ríkisvalds (Reykjavíkur) og staðbundin yfirvöld (sveitarfélögin) eru veik og þjónusta þeirra lítil miðað við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þar sem tekjustofnar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru stærstir má reikna með því að allt að 90% af öllu skattfé sé ráðstafað af yfirvöldum á því svæði, á báðum stjórnsýslustigum. Sjónarmið borgríkisVið þessar séríslensku aðstæður eru margir höfuðborgarbúar farnir að líta svo á að þeir búi í borgríki, en ekki í ríki sem hefur vestræna uppbyggingu. Þeir telja því ekki að máli skipti að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins njóti vernda staðbundinna marka þannig að tekjur flytjist ekki frá upprunastað og til að þjónusta sé veitt nálægt íbúunum. Þessi hugsun endurspeglast í tillögum um veikingu eða niðurfellingu kjördæmaskipulags og raunar líka í lausnum stjórnsýslunnar; t.d. að hafa eitt sjúkrahús og eina ríkisstofnun á hverju sviði og að þær séu á höfuðborgarsvæðinu – í stað dreifðra lausna og þjónustu. Á sama tíma er höfuðborginni skipt í hverfi og byggð er upp staðbundin þjónusta innan þeirra – þannig að tvískinnungur höfuðborgarbúa er allsráðandi. Þegar fylgismenn tillagna stjórnlagaráðs segja að kjördæmi eigi að skipuleggja fyrir fatlaða, fyrir konur o.s.frv. í stað staðbundinna marka, þá hafa þeir yfirgefið grundvöll stjórnmálalegs veruleika í okkar heimshluta. Þá er ekki endilega samræðugrundvöllur milli stjórnsýslufræðinga og aktívistanna, sem ekki búa við skorður vestrænna hefða. Svo ríkar hefðir eru fyrir staðbundinni nálgun í stjórnmálum að nánast ekkert vestrænt ríki gengur gegn þeim. Víða eiga ríki eða fylki (millistjórnsýslustig) fulltrúa á þjóðþingum án tillits til íbúafjölda þeirra. Hættulegar tillögurEf tillögur stjórnlagaráðs um veikingu eða niðurfellingu kjördæmakerfis hér á landi verða að veruleika fellur eitt af síðustu varnarvígum vestrænnar uppbyggingar stjórnmála og stjórnsýslu í landinu. Það er einkennileg þróun í ljósi þess hvernig og hvar þjóðartekjur okkar verða til – og að landið allt felur í sér sóknarfæri á öllum sviðum, t.d. fyrir ferðamannaiðnaðinn á grundvelli staðbundinnar menningar, sem þá þarf að vera til staðar. Við búum í stóru og fallegu landi og við þurfum að endurskipuleggja opinberu kerfin þannig að þau styðji dreifða uppbyggingu í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég hef ákveðið að greiða atkvæði gegn því að tillaga stjórnlagaráðs verði notuð sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 20. október 2012. Hér vil ég draga fram eitt grundvallaratriði af nokkrum sem hafa áhrif á afstöðu mína. Markalínur opinbers skipulagsNánast öll þjónusta opinbers valds miðar við staðbundin mörk. Þannig höfum við skólahverfi, sveitarfélög og umdæmi af öllu tagi, meðal annars kjördæmi. Skattheimta fer fram innan staðbundinna marka og sköttum er jafnan ráðstafað innan þeirra. Þótt netið geti veikt staðbundin mörk opinberrar þjónustu standa þessar staðreyndir enn óhaggaðar. Þýskaland er sambandsríki og opinber gjöld renna einkum til hvers ríkis og þjónusta er veitt innan þess. Danmörk (og hin norrænu ríkin hafa svipað fyrirkomulag) hefur 5 regioner og 76% alls skattfjár helst innan þeirra og eru notuð til þess að veita þjónustu þar. Kjördæmaskipulag tekur mið af þessum staðbundna grundvelli og eru kjördæmi (mis)smá og tengja fulltrúa við kjósendur á ákveðnum stað og við þá sameiginlegu hagsmuni sem þeir hafa, meðal annars við öflun og ráðstöfun skattfjár þeirra og uppbyggingu staðbundinnar þjónustu fyrir þá. Afdrifarík mistökHér á landi var fallið frá landshlutatengdu millistjórnsýslustigi undir miðja síðustu öld. Það hefur reynst afdrifaríkt fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar – og nú renna um ¾ hlutar alls opinbers fjár til hins miðlæga ríkisvalds (Reykjavíkur) og staðbundin yfirvöld (sveitarfélögin) eru veik og þjónusta þeirra lítil miðað við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þar sem tekjustofnar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru stærstir má reikna með því að allt að 90% af öllu skattfé sé ráðstafað af yfirvöldum á því svæði, á báðum stjórnsýslustigum. Sjónarmið borgríkisVið þessar séríslensku aðstæður eru margir höfuðborgarbúar farnir að líta svo á að þeir búi í borgríki, en ekki í ríki sem hefur vestræna uppbyggingu. Þeir telja því ekki að máli skipti að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins njóti vernda staðbundinna marka þannig að tekjur flytjist ekki frá upprunastað og til að þjónusta sé veitt nálægt íbúunum. Þessi hugsun endurspeglast í tillögum um veikingu eða niðurfellingu kjördæmaskipulags og raunar líka í lausnum stjórnsýslunnar; t.d. að hafa eitt sjúkrahús og eina ríkisstofnun á hverju sviði og að þær séu á höfuðborgarsvæðinu – í stað dreifðra lausna og þjónustu. Á sama tíma er höfuðborginni skipt í hverfi og byggð er upp staðbundin þjónusta innan þeirra – þannig að tvískinnungur höfuðborgarbúa er allsráðandi. Þegar fylgismenn tillagna stjórnlagaráðs segja að kjördæmi eigi að skipuleggja fyrir fatlaða, fyrir konur o.s.frv. í stað staðbundinna marka, þá hafa þeir yfirgefið grundvöll stjórnmálalegs veruleika í okkar heimshluta. Þá er ekki endilega samræðugrundvöllur milli stjórnsýslufræðinga og aktívistanna, sem ekki búa við skorður vestrænna hefða. Svo ríkar hefðir eru fyrir staðbundinni nálgun í stjórnmálum að nánast ekkert vestrænt ríki gengur gegn þeim. Víða eiga ríki eða fylki (millistjórnsýslustig) fulltrúa á þjóðþingum án tillits til íbúafjölda þeirra. Hættulegar tillögurEf tillögur stjórnlagaráðs um veikingu eða niðurfellingu kjördæmakerfis hér á landi verða að veruleika fellur eitt af síðustu varnarvígum vestrænnar uppbyggingar stjórnmála og stjórnsýslu í landinu. Það er einkennileg þróun í ljósi þess hvernig og hvar þjóðartekjur okkar verða til – og að landið allt felur í sér sóknarfæri á öllum sviðum, t.d. fyrir ferðamannaiðnaðinn á grundvelli staðbundinnar menningar, sem þá þarf að vera til staðar. Við búum í stóru og fallegu landi og við þurfum að endurskipuleggja opinberu kerfin þannig að þau styðji dreifða uppbyggingu í því.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun