Burt með fjárfesta og ferðamenn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Núverandi ríkisstjórn gaf í upphafi fögur fyrirheit um að efla erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu. Flestir vita hvernig það hefur farið; erlenda fjárfestingin hefur orðið mun minni en hún gæti verið, meðal annars vegna stöðugra breytinga á rekstrarumhverfi og regluverki, fjandsamlegra yfirlýsinga ráðamanna í garð fjárfesta, tilhneigingar til að breyta reglum eftir á, hótana um eignaupptöku og þannig mætti áfram telja. Erlendur fjárfestir brá ljósi á þessa mótsagnakenndu stefnu í grein í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar skrifaði Dag Andre Johansen, framkvæmdastjóri og eigandi RAC Skandinavia, um „einkennilega reynslu sína“ af að vera fjárfestir á Íslandi. RAC keypti ráðandi hlut í Alp hf., sem rekur Budget- og Avis-bílaleigurnar á Íslandi, síðastliðið sumar. Johansen segir suma hafa efazt um að íslenzk fyrirtæki væru góður fjárfestingarkostur, meðal annars vegna gjaldeyrishaftanna. En þar sem atvinnustefna stjórnvalda hafi verið að leggja mikla áherzlu á ferðaþjónustu, hafi forsendurnar þótt hagstæðar. Hluturinn var keyptur og fjárfestingin bundin til fimm ára samkvæmt lögum um gjaldeyrisútboð. Eftir að hafa verið lokkaður til að kaupa stóran hlut í íslenzku fyrirtæki, annars vegar með reglunum um gjaldeyrisútboð og hins vegar með fögrum fyrirheitum stjórnvalda um eflingu ferðaþjónustunnar, er ekkert skrýtið að Johansen segist hafa orðið hissa, þegar því var skellt á hann í fjárlagafrumvarpinu að snarhækka ætti vörugjöld á bílaleigubíla. „Ég get fullvissað ykkur um að í samkeppnislöndum Íslands, í Skandinavíu, tíðkast ekki að stjórnvöld reki slíkan fleyg í eina atvinnugrein með svo dramatískum hætti og með jafnskömmum fyrirvara og boðað er,“ skrifar Johansen. Hann rekur síðan hvaða afleiðingar vörugjaldalækkunin sé líkleg til að hafa. Verð þjónustunnar muni væntanlega hækka, sem muni fækka ferðamönnum. Þá geti bílaleigurnar þurft að leggja á kílómetragjald, sem þýði að ferðamenn dreifist síður um landið. Allt er þetta í beinni andstöðu við ferðamálaáætlun sömu stjórnvalda og áforma að hækka skattinn, en í henni er kveðið á um að tryggja eigi samkeppnishæfni greinarinnar, tryggja að rekstrarskilyrði séu sambærileg og í nágrannalöndunum og að reynt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í ákafa sínum að ná meiri skatttekjum af atvinnugreinum sem ganga vel sést ríkisstjórnin ekki fyrir. Það geta verið rök fyrir því að bílaleigur eigi ekki að njóta neins afsláttar af vörugjöldum og að hótelgisting eigi ekki að vera í lægra virðisaukaskattþrepi en önnur þjónusta. En það er algjörlega galið í bransa eins og ferðaþjónustu, þar sem fyrirtæki eru búin að gefa upp verð eitt til tvö ár fram í tímann, að skella skattahækkunum á greinina fyrirvaralaust. Fyrir nú utan hvers konar framkoma það er við fjárfesta í greininni, innlenda sem erlenda. Fjármálaráðherrann verður að finna einhver önnur ráð til að brúa bilið í ríkisfjármálum á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Núverandi ríkisstjórn gaf í upphafi fögur fyrirheit um að efla erlenda fjárfestingu í atvinnulífinu. Flestir vita hvernig það hefur farið; erlenda fjárfestingin hefur orðið mun minni en hún gæti verið, meðal annars vegna stöðugra breytinga á rekstrarumhverfi og regluverki, fjandsamlegra yfirlýsinga ráðamanna í garð fjárfesta, tilhneigingar til að breyta reglum eftir á, hótana um eignaupptöku og þannig mætti áfram telja. Erlendur fjárfestir brá ljósi á þessa mótsagnakenndu stefnu í grein í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar skrifaði Dag Andre Johansen, framkvæmdastjóri og eigandi RAC Skandinavia, um „einkennilega reynslu sína“ af að vera fjárfestir á Íslandi. RAC keypti ráðandi hlut í Alp hf., sem rekur Budget- og Avis-bílaleigurnar á Íslandi, síðastliðið sumar. Johansen segir suma hafa efazt um að íslenzk fyrirtæki væru góður fjárfestingarkostur, meðal annars vegna gjaldeyrishaftanna. En þar sem atvinnustefna stjórnvalda hafi verið að leggja mikla áherzlu á ferðaþjónustu, hafi forsendurnar þótt hagstæðar. Hluturinn var keyptur og fjárfestingin bundin til fimm ára samkvæmt lögum um gjaldeyrisútboð. Eftir að hafa verið lokkaður til að kaupa stóran hlut í íslenzku fyrirtæki, annars vegar með reglunum um gjaldeyrisútboð og hins vegar með fögrum fyrirheitum stjórnvalda um eflingu ferðaþjónustunnar, er ekkert skrýtið að Johansen segist hafa orðið hissa, þegar því var skellt á hann í fjárlagafrumvarpinu að snarhækka ætti vörugjöld á bílaleigubíla. „Ég get fullvissað ykkur um að í samkeppnislöndum Íslands, í Skandinavíu, tíðkast ekki að stjórnvöld reki slíkan fleyg í eina atvinnugrein með svo dramatískum hætti og með jafnskömmum fyrirvara og boðað er,“ skrifar Johansen. Hann rekur síðan hvaða afleiðingar vörugjaldalækkunin sé líkleg til að hafa. Verð þjónustunnar muni væntanlega hækka, sem muni fækka ferðamönnum. Þá geti bílaleigurnar þurft að leggja á kílómetragjald, sem þýði að ferðamenn dreifist síður um landið. Allt er þetta í beinni andstöðu við ferðamálaáætlun sömu stjórnvalda og áforma að hækka skattinn, en í henni er kveðið á um að tryggja eigi samkeppnishæfni greinarinnar, tryggja að rekstrarskilyrði séu sambærileg og í nágrannalöndunum og að reynt verði að dreifa ferðamönnum betur um landið. Í ákafa sínum að ná meiri skatttekjum af atvinnugreinum sem ganga vel sést ríkisstjórnin ekki fyrir. Það geta verið rök fyrir því að bílaleigur eigi ekki að njóta neins afsláttar af vörugjöldum og að hótelgisting eigi ekki að vera í lægra virðisaukaskattþrepi en önnur þjónusta. En það er algjörlega galið í bransa eins og ferðaþjónustu, þar sem fyrirtæki eru búin að gefa upp verð eitt til tvö ár fram í tímann, að skella skattahækkunum á greinina fyrirvaralaust. Fyrir nú utan hvers konar framkoma það er við fjárfesta í greininni, innlenda sem erlenda. Fjármálaráðherrann verður að finna einhver önnur ráð til að brúa bilið í ríkisfjármálum á næsta ári.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar