Núll-kostur í Gálgahrauni Gunnsteinn Ólafsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Lög um mat á umhverfisáhrifum hafa tekið breytingum í tímans rás. Breytingarnar eiga það allar sammerkt að krafan um svokallaðan núll-kost hefur styrkst. Núll-kostur er það kallað þegar engar breytingar eru gerðar á ríkjandi ástandi. Umhverfismat nýs Álftanesvegar um Gálgahraun var samþykkt árið 2002. Það var unnið samkvæmt lögum frá árinu 2000. Þar er skýrt tekið fram að framkvæmdaaðili skuli sýna „yfirlit yfir valkosti sem gerð er grein fyrir í matsskýrslu, s.s. aðra kosti varðandi tæknilega útfærslu framkvæmdar eða starfsemi, aðra staðarvalskosti eða núll-kost, þ.e. að aðhafast ekkert". Vegagerðinni bar sem sagt að sýna fram á hvaða áhrif það hefði ef Álftanesvegur væri endurbættur í núverandi vegstæði (sjá reglugerð nr. 671/2000). Það var ekki gert. Í umhverfismati nýs Álftanesvegar voru þrjú vegstæði metin, öll þvert yfir hraunið. Því miður samþykkti Skipulagsstofnun þessa málsmeðferð Vegagerðarinnar athugasemdalaust. Vitanlega hefði stofnunin átt að krefjast þess að núll-kostur yrði skoðaður, þ.e. að núverandi Álftanesvegur yrði teiknaður og hannaður að nýju þannig að hann stæðist allar nútíma öryggiskröfur og metinn samkvæmt því. Deilan um Álftanesveg snýst um eitt grundvallaratriði: að hlífa Gálgahrauni, einstakri náttúruperlu og útivistarparadís. Um leið og menn sammælast um að vernda hraunið er hægt að endurhanna núverandi Álftanesveg þannig að hann standist nútíma öryggiskröfur.Leyfi á gráu svæði Undirbúningur nýs Álftanesvegar er kominn á lokastig. Á öllum stigum málsins var farið á svig við lög og reglugerðir, í það minnsta eru flestar leyfisveitingar á gráu svæði. Umhverfismatið sem rann út 22. maí 2012 er sagt vera í fullu gildi, 37. grein umhverfisverndarlaga um sérstaka vernd eldhrauna er þverbrotin, náttúruminjaskrá hunsuð og mótmæli almennings ekki virt viðlits. Ríkisstjórnin leggur fram rúman milljarð til verksins á þremur árum. Er það rétt ráðstöfum fjármuna á meðan svo mikil óánægja ríkir um framkvæmdina?Núll-lausn Hér er sýnt dæmi um svokallaða núll-lausn á Álftanesvegi. Hægt er á umferðinni um Prýðahverfi með tveimur hringtorgum og gamli Álftanesvegurinn endurbyggður í samræmi við ýtrustu öryggiskröfur nútíma vegagerðar. Nánar verður fjallað um þessa lausn og verndun hraunsins á borgarafundi sem Hraunavinir efna til í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 20.00 í kvöld. Allt áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til þess að mæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Sjá meira
Lög um mat á umhverfisáhrifum hafa tekið breytingum í tímans rás. Breytingarnar eiga það allar sammerkt að krafan um svokallaðan núll-kost hefur styrkst. Núll-kostur er það kallað þegar engar breytingar eru gerðar á ríkjandi ástandi. Umhverfismat nýs Álftanesvegar um Gálgahraun var samþykkt árið 2002. Það var unnið samkvæmt lögum frá árinu 2000. Þar er skýrt tekið fram að framkvæmdaaðili skuli sýna „yfirlit yfir valkosti sem gerð er grein fyrir í matsskýrslu, s.s. aðra kosti varðandi tæknilega útfærslu framkvæmdar eða starfsemi, aðra staðarvalskosti eða núll-kost, þ.e. að aðhafast ekkert". Vegagerðinni bar sem sagt að sýna fram á hvaða áhrif það hefði ef Álftanesvegur væri endurbættur í núverandi vegstæði (sjá reglugerð nr. 671/2000). Það var ekki gert. Í umhverfismati nýs Álftanesvegar voru þrjú vegstæði metin, öll þvert yfir hraunið. Því miður samþykkti Skipulagsstofnun þessa málsmeðferð Vegagerðarinnar athugasemdalaust. Vitanlega hefði stofnunin átt að krefjast þess að núll-kostur yrði skoðaður, þ.e. að núverandi Álftanesvegur yrði teiknaður og hannaður að nýju þannig að hann stæðist allar nútíma öryggiskröfur og metinn samkvæmt því. Deilan um Álftanesveg snýst um eitt grundvallaratriði: að hlífa Gálgahrauni, einstakri náttúruperlu og útivistarparadís. Um leið og menn sammælast um að vernda hraunið er hægt að endurhanna núverandi Álftanesveg þannig að hann standist nútíma öryggiskröfur.Leyfi á gráu svæði Undirbúningur nýs Álftanesvegar er kominn á lokastig. Á öllum stigum málsins var farið á svig við lög og reglugerðir, í það minnsta eru flestar leyfisveitingar á gráu svæði. Umhverfismatið sem rann út 22. maí 2012 er sagt vera í fullu gildi, 37. grein umhverfisverndarlaga um sérstaka vernd eldhrauna er þverbrotin, náttúruminjaskrá hunsuð og mótmæli almennings ekki virt viðlits. Ríkisstjórnin leggur fram rúman milljarð til verksins á þremur árum. Er það rétt ráðstöfum fjármuna á meðan svo mikil óánægja ríkir um framkvæmdina?Núll-lausn Hér er sýnt dæmi um svokallaða núll-lausn á Álftanesvegi. Hægt er á umferðinni um Prýðahverfi með tveimur hringtorgum og gamli Álftanesvegurinn endurbyggður í samræmi við ýtrustu öryggiskröfur nútíma vegagerðar. Nánar verður fjallað um þessa lausn og verndun hraunsins á borgarafundi sem Hraunavinir efna til í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ kl. 20.00 í kvöld. Allt áhugafólk um náttúruvernd er hvatt til þess að mæta.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun