Upprisa Peyton Manning Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. desember 2012 06:00 Peyton Manning. Leikstjórnandinn Peyton Manning hefur verið ein skærasta stjarna bandarískra íþrótta frá því hann kom inn í deildina árið 1998. Hann spilaði fjórtán tímabil með Indianapolis Colts en var látinn fara frá félaginu fyrir yfirstandandi tímabil. Ástæðan var sú að Manning hafði farið í þrjár aðgerðir á hálsi og óvissa var um hvort hann gæti spilað aftur. Þess utan er leikmaðurinn orðinn 36 ára gamall og Colts valdi leikstjórnandann Andrew Luck fyrstan í síðasta nýliðavali. Félagið varð því að fórna sínum dáðasta syni og byggja upp á nýtt með Luck. Það var engu að síður afar erfið ákvörðun fyrir félagið en sú staðreynd að Manning átti að fá stjarnfræðilegar upphæðir fyrir næsta ár auðveldaði þó ákvörðunina. 36 ára gamall varð Manning líklega eftirsóttasti leikmaður allra tíma í deildinni með lausan samning. Hann fór ekki leynt með meiðsli sín er hann heimsótti félög og fór í alls kyns prófanir fyrir þau. Eðlilegt enda hafði hann misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Á endanum fór þó svo að hann samdi við Denver Broncos sem fórnaði hinum unga Tim Tebow fyrir Manning. Það sem meira er þá skrifaði Manning undir fimm ára samning við félagið. Fyrir þann samning fær hann litlar 96 milljónir dollara. Í sínum fyrsta leik í vetur sýndi Manning að þrátt fyrir langa fjarveru væri hann enn einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann kláraði 19 af 26 sendingum sínum í leiknum og kastaði í heildina yfir 250 metra. Þar af voru tvær sendingar fyrir snertimarki í 31-19 sigri á Pittsburgh Steelers. Allar fyrstu vikurnar gengu ekki svona vel. Leikir hafa tapast en Denver-liðið hefur slípast eftir því sem liðið hefur á tímabilið og Manning verður betri með hverjum leik. Þegar stutt er í úrslitakeppnina er Denver líklega heitasta lið deildarinnar enda búið að vinna níu leiki í röð og búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Síðasti tapleikur var í byrjun október. Nú um helgina vann Denver lið Baltimore á útivelli og það í fyrsta skipti. Það er tákn um breytta tíma í Denver. Margir sérfræðingar eru á því að Manning sé búinn að vera besti leikmaður deildarinnar í vetur ásamt þeim Tom Brady hjá New England Patriots og Adrian Peterson, hlaupara Minnesota Vikings. Manning er eini leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar sem hefur verið valinn sá besti fjórum sinnum. Það væri því heldur betur sögulegt ef hann fengi verðlaunin í fimmta sínn á endurreisnartímabili sínu. „Peyton er stórkostlegur leikmaður og myndi gera öll lið betri. Ég þakka Guði fyrir að hann sé hjá Denver Broncos," sagði John Fox, þjálfari Denver, en Manning var að vinna sinn níunda leik í röð gegn Baltimore. Eins og staðan er í dag mun Denver sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það eru svo talsverðar líkur á því að Manning mæti sínu gamla félagi, Colts, og arftaka sínum, Andrew Luck, í annarri umferð úrslitakeppninnar. Sá leikur myndi draga ansi marga menn að sjónvarpstækjunum. NFL Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Leikstjórnandinn Peyton Manning hefur verið ein skærasta stjarna bandarískra íþrótta frá því hann kom inn í deildina árið 1998. Hann spilaði fjórtán tímabil með Indianapolis Colts en var látinn fara frá félaginu fyrir yfirstandandi tímabil. Ástæðan var sú að Manning hafði farið í þrjár aðgerðir á hálsi og óvissa var um hvort hann gæti spilað aftur. Þess utan er leikmaðurinn orðinn 36 ára gamall og Colts valdi leikstjórnandann Andrew Luck fyrstan í síðasta nýliðavali. Félagið varð því að fórna sínum dáðasta syni og byggja upp á nýtt með Luck. Það var engu að síður afar erfið ákvörðun fyrir félagið en sú staðreynd að Manning átti að fá stjarnfræðilegar upphæðir fyrir næsta ár auðveldaði þó ákvörðunina. 36 ára gamall varð Manning líklega eftirsóttasti leikmaður allra tíma í deildinni með lausan samning. Hann fór ekki leynt með meiðsli sín er hann heimsótti félög og fór í alls kyns prófanir fyrir þau. Eðlilegt enda hafði hann misst af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Á endanum fór þó svo að hann samdi við Denver Broncos sem fórnaði hinum unga Tim Tebow fyrir Manning. Það sem meira er þá skrifaði Manning undir fimm ára samning við félagið. Fyrir þann samning fær hann litlar 96 milljónir dollara. Í sínum fyrsta leik í vetur sýndi Manning að þrátt fyrir langa fjarveru væri hann enn einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Hann kláraði 19 af 26 sendingum sínum í leiknum og kastaði í heildina yfir 250 metra. Þar af voru tvær sendingar fyrir snertimarki í 31-19 sigri á Pittsburgh Steelers. Allar fyrstu vikurnar gengu ekki svona vel. Leikir hafa tapast en Denver-liðið hefur slípast eftir því sem liðið hefur á tímabilið og Manning verður betri með hverjum leik. Þegar stutt er í úrslitakeppnina er Denver líklega heitasta lið deildarinnar enda búið að vinna níu leiki í röð og búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Síðasti tapleikur var í byrjun október. Nú um helgina vann Denver lið Baltimore á útivelli og það í fyrsta skipti. Það er tákn um breytta tíma í Denver. Margir sérfræðingar eru á því að Manning sé búinn að vera besti leikmaður deildarinnar í vetur ásamt þeim Tom Brady hjá New England Patriots og Adrian Peterson, hlaupara Minnesota Vikings. Manning er eini leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar sem hefur verið valinn sá besti fjórum sinnum. Það væri því heldur betur sögulegt ef hann fengi verðlaunin í fimmta sínn á endurreisnartímabili sínu. „Peyton er stórkostlegur leikmaður og myndi gera öll lið betri. Ég þakka Guði fyrir að hann sé hjá Denver Broncos," sagði John Fox, þjálfari Denver, en Manning var að vinna sinn níunda leik í röð gegn Baltimore. Eins og staðan er í dag mun Denver sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það eru svo talsverðar líkur á því að Manning mæti sínu gamla félagi, Colts, og arftaka sínum, Andrew Luck, í annarri umferð úrslitakeppninnar. Sá leikur myndi draga ansi marga menn að sjónvarpstækjunum.
NFL Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira