Úrslitakeppni NFL hefst í kvöld - allt í beinni á ESPN America Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2013 21:00 Úr leik Green Bay Packers og Minnesota Vikings um síðustu helgi en þau mætast aftur í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Úrslitakeppni ameríska fótboltans fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaði í kvöld og nótt en eins verða leikir annað kvöld. Það er hægt að sjá þessa leiki í beinni útsendingu á ESPN America sem er á rás 43 í Fjölvarpinu. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni "Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. Denver Broncos og New England Patriots sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Atlanta Falcons og San Francisco 49ers sem fá dýrmæta hvíld um helgina en 17. og síðasta umferð deildarkeppninnar fór fram um síðustu helgi. Fyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.30 að íslenskum tíma og er á milli Houston Texans og Cincinnati Bengals. Seinna í kvöld mætast síðan Green Bay Packers og Minnesota Vikings en sá leikur hefst ekki fyrr en eitt að íslenskum tíma. Green Bay Packers og Houston Texans áttu bæði góða möguleika á því að sleppa við að spila um þessa helgi en missti af möguleikanum með tapi í lokaumferðinni. Green Bay Packers tapaði þar fyrir Minnesota Vikings á útivelli en liðin mætast nú aftur en að þessu sinni á heimavelli Green Bay. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Baltimore Ravens og Indianapolis Colts mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21.30 spila síðan Washington Redskins og Seattle Seahawks. Fjórir mest spennandi nýliðar tímabilsins verða í sviðsljósinu í þessum leikjum en þrjú liðanna eru með frábæran nýliða í stöðu leikstjórnanda. Andrew Luck er hjá Indianapolis Colts, Russell Wilson spilar með Seattle Seahawks og Robert Griffin III er hjá Washington Redskins en þar er einnig nýliði hlauparinn öflugi Alfred Morris.Leikir helgarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar:(Íslenskir tímar, allt í beinni á ESPN America)Þjóðardeildin Laugardagur klukkan 1.00 Green Bay Packers - Minnesota Vikings Sunnudagur klukkan 21.30 Washington Redskins - Seattle SeahawksAmeríkudeildin Laugardagur klukkan 21.30 Houston Texans - Cincinnati Bengals Sunnudagur klukkan 18.00 Baltimore Ravens - Indianapolis Colts NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Sjá meira
Úrslitakeppni ameríska fótboltans fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaði í kvöld og nótt en eins verða leikir annað kvöld. Það er hægt að sjá þessa leiki í beinni útsendingu á ESPN America sem er á rás 43 í Fjölvarpinu. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni "Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. Denver Broncos og New England Patriots sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Atlanta Falcons og San Francisco 49ers sem fá dýrmæta hvíld um helgina en 17. og síðasta umferð deildarkeppninnar fór fram um síðustu helgi. Fyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.30 að íslenskum tíma og er á milli Houston Texans og Cincinnati Bengals. Seinna í kvöld mætast síðan Green Bay Packers og Minnesota Vikings en sá leikur hefst ekki fyrr en eitt að íslenskum tíma. Green Bay Packers og Houston Texans áttu bæði góða möguleika á því að sleppa við að spila um þessa helgi en missti af möguleikanum með tapi í lokaumferðinni. Green Bay Packers tapaði þar fyrir Minnesota Vikings á útivelli en liðin mætast nú aftur en að þessu sinni á heimavelli Green Bay. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Baltimore Ravens og Indianapolis Colts mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21.30 spila síðan Washington Redskins og Seattle Seahawks. Fjórir mest spennandi nýliðar tímabilsins verða í sviðsljósinu í þessum leikjum en þrjú liðanna eru með frábæran nýliða í stöðu leikstjórnanda. Andrew Luck er hjá Indianapolis Colts, Russell Wilson spilar með Seattle Seahawks og Robert Griffin III er hjá Washington Redskins en þar er einnig nýliði hlauparinn öflugi Alfred Morris.Leikir helgarinnar í úrslitakeppni NFL-deildarinnar:(Íslenskir tímar, allt í beinni á ESPN America)Þjóðardeildin Laugardagur klukkan 1.00 Green Bay Packers - Minnesota Vikings Sunnudagur klukkan 21.30 Washington Redskins - Seattle SeahawksAmeríkudeildin Laugardagur klukkan 21.30 Houston Texans - Cincinnati Bengals Sunnudagur klukkan 18.00 Baltimore Ravens - Indianapolis Colts
NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Sjá meira