Viðskipti erlent

Al Jazeera kaupir bandaríska sjónvarpsstöð

Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera hefur fest kaup á sjónvarpsstöðinni Current TV í Bandaríkjunum en þá stöð stofnaði Al Gore fyrrum varaforseti landsins og var einn af eigendum hennar.

Í frétt um málið á vefsíðunni CNNMoney segir að það hafi lengi verið draumur Al Jazeera að ná fótfestu í Bandaríkjunum og það hafi tekist með kaupunum á Current TV en milljónir Bandaríkjamanna horfa á þá stöð á hverjum degi.

Al Jezeera hyggst nota Current TV sem grundvöll að nýrri sjónvarpsstöð sem staðsett yrði í New York. Áætlað er að um 300 manns muni vinna við hina nýju sjónvarpsstöð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×