Markaðir bregðast vel við samkomulagi í Bandaríkjunum Magnús Halldórsson skrifar 2. janúar 2013 09:01 Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Verðbréfamarkaðir víða um heim hafa brugðist vel við samkomulagi í bandaríska þinginu sem kemur í veg fyrir að svonefnt fjárlagaþverhnípi myndist, en ef samkomulagið hefði ekki náðst hefðu opinber fjármál bandaríska ríkisins komist í uppnám. FTSE vísitalan breska hækkaði um 1,5 prósent, DAX vísitalan þýska um 1,6 prósent og CAC 40 vísitalan franska um 1,4 prósent. Nær allsstaðar hækkuðu vísitölur og má rekja þær til samkomulagsins í Bandaríkjunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarpið. Öldungadeild þingsins samþykkti þetta frumvarp með miklum meirihluta í gærmorgun. Í fulltrúadeildinni voru 257 meðmæltir frumvarpinu en 167 voru á móti. Helstu atriði frumvarpsins eru að skattar hækka á þá sem eru með yfir 450.000 dollara í árslaun, eða 57 milljónir kr. en haldast óbreyttir hjá öðrum. Hinsvegar var ákvörðun um niðurskurð í rekstri hins opinbera frestað um tvo mánuði. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verðbréfamarkaðir víða um heim hafa brugðist vel við samkomulagi í bandaríska þinginu sem kemur í veg fyrir að svonefnt fjárlagaþverhnípi myndist, en ef samkomulagið hefði ekki náðst hefðu opinber fjármál bandaríska ríkisins komist í uppnám. FTSE vísitalan breska hækkaði um 1,5 prósent, DAX vísitalan þýska um 1,6 prósent og CAC 40 vísitalan franska um 1,4 prósent. Nær allsstaðar hækkuðu vísitölur og má rekja þær til samkomulagsins í Bandaríkjunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarpið. Öldungadeild þingsins samþykkti þetta frumvarp með miklum meirihluta í gærmorgun. Í fulltrúadeildinni voru 257 meðmæltir frumvarpinu en 167 voru á móti. Helstu atriði frumvarpsins eru að skattar hækka á þá sem eru með yfir 450.000 dollara í árslaun, eða 57 milljónir kr. en haldast óbreyttir hjá öðrum. Hinsvegar var ákvörðun um niðurskurð í rekstri hins opinbera frestað um tvo mánuði.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira