Viðskipti erlent

ESB lánar Egyptum rúmlega 1.100 milljarða

Evrópusambandið hefur ákveðið að lána Egyptalandi 6,5 milljarða evra eða rúmlega 1.100 milljarða króna.

Fé þetta á að nota til að aðstoða stjórnvöld í Egyptalandi til að færa landið í átt til meira lýðræðis en nú er.

Þetta kom fram í máli Herman Van Rompuy forseta Evrópusambandsins en hann kom í opinbera heimsókn til Egyptalands í gærdag. Hann segir að lánin sem hér um ræðir verði á sérstaklega hagstæðum kjörum fyrir Egypta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×