Viðskipti erlent

Enn eitt hagnaðarmetið hjá Samsung

Magnús Halldórsson skrifar
Hagnaður suður-kóreska raftækjaframleiðandans Samsung á síðasta ársfjórðungi ársins 2012 jókst um 76 prósent samanborið við árið á undan. Heildarhagnaðurinn nam 6,6 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur 858 milljörðum króna.

Hagnaðurinn var mun meiri en sérfræðingar á markaði höfðu spáð, samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Mestu munaði um gríðarlega mikla sölu á Samsung Galaxy snjallsímunum, sem eru mest seldu snjallsímar í heiminum. Samsung er með mesta markaðshlutdeild á snjallsímamarkaði á heimsvísu, eftir að hafa tekið fram úr Apple á síðasta ári. Samanlag er Samsung með 21 prósent hlutdeild, en Apple ríflega 19 prósent.

Sjá má umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC, um uppgjör Samsung, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×