Sæstrengur gæti orðið áhrifamikil byggðaaðgerð Magnús Halldórsson skrifar 20. janúar 2013 19:37 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að sala á raforku um sæstreng til Evrópu gæti opnað á tækifæri fyrir bændur og hinar dreifðu byggðir landsins, þar sem litlar virkjanir á einkajörðum bænda, með lágmarksumhverfisáhrifum, gætu orðið mjög arðbærar, og þannig rennt traustari stoðum undir efnahag á landsbyggðinni. „Þetta gæti orðið einhver mesta byggðaaðgerð, sem hefur nokkru sinni hefur átt sér stað á Íslandi," segir Hörður. Meginástæðan fyrir því að sæstrengurinn gæti opnað á betri möguleika fyrir smærri virkjanir, er sú að mun hærra verð fæst fyrir raforkuna sem seld yrði með þessum hætti, að því er talið er. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali við Hörð í Klinkinu á Vísi þar sem hann ræðir um mögulega lagningu sæstrengs, alþjóðlegt rekstrarumhverfi orkufyrirtækja, og þær áskoranir sem þjóðir heimsins standa frammi fyrir þegar kemur að því að auka notkun á endurnýjanlegri orku. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að 20 prósent af allri orkunotkun komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt sambærileg markmið, en þjóðirnar sjálfar hafa þó frumkvæði að því útfæra hvernig þetta verður gert. Hörður segir að stjórnmálamenn ráði för á endanum, og þeir ráði því hvort farið verði í lagningu sæstrengs eða ekki. Sem stendur sé málið á undirbúningsstigi, en mikil vinna hafi þó þegar verið unnin. Í þessu sem öðru sem snúi að orkunýtingu landsins þurfi að horfa til heildarhagsmuna fyrir þjóðina, fremur en sérhagsmuna, segir Hörður. Sjá má viðtalið við Hörð í heild sinni, hér. Klinkið Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að sala á raforku um sæstreng til Evrópu gæti opnað á tækifæri fyrir bændur og hinar dreifðu byggðir landsins, þar sem litlar virkjanir á einkajörðum bænda, með lágmarksumhverfisáhrifum, gætu orðið mjög arðbærar, og þannig rennt traustari stoðum undir efnahag á landsbyggðinni. „Þetta gæti orðið einhver mesta byggðaaðgerð, sem hefur nokkru sinni hefur átt sér stað á Íslandi," segir Hörður. Meginástæðan fyrir því að sæstrengurinn gæti opnað á betri möguleika fyrir smærri virkjanir, er sú að mun hærra verð fæst fyrir raforkuna sem seld yrði með þessum hætti, að því er talið er. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali við Hörð í Klinkinu á Vísi þar sem hann ræðir um mögulega lagningu sæstrengs, alþjóðlegt rekstrarumhverfi orkufyrirtækja, og þær áskoranir sem þjóðir heimsins standa frammi fyrir þegar kemur að því að auka notkun á endurnýjanlegri orku. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að 20 prósent af allri orkunotkun komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt sambærileg markmið, en þjóðirnar sjálfar hafa þó frumkvæði að því útfæra hvernig þetta verður gert. Hörður segir að stjórnmálamenn ráði för á endanum, og þeir ráði því hvort farið verði í lagningu sæstrengs eða ekki. Sem stendur sé málið á undirbúningsstigi, en mikil vinna hafi þó þegar verið unnin. Í þessu sem öðru sem snúi að orkunýtingu landsins þurfi að horfa til heildarhagsmuna fyrir þjóðina, fremur en sérhagsmuna, segir Hörður. Sjá má viðtalið við Hörð í heild sinni, hér.
Klinkið Mest lesið Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira