Peterson leikmaður ársins í NFL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2013 10:00 Adrian Peterson. Myndir / AP Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. Peterson átti ótrúlegt ár, sérstaklega miðað við að hann sleit krossband í hné í desember á síðasta ári. Hann náði ótrúlega skjótum bata og var kominn á fullt þegar að nýtt tímabil hófst í haust. Peterson hljóp með boltann alls 2097 jarda á tímabiilnu og var aðeins níu jördum frá því að bæta met Eric Dickerson. Peterson var einnig sóknarleikmaður ársins. Minnesota féll úr leik í úrslitakeppninni og því verður Peterson ekki með þegar að úrslitaleikur deildarinnar, Superbowl, fer fram í kvöld. Þar mætast Baltimore og San Francisco. „Markmiðið var að komast í Superbowl. Það tókst ekki, því miður. En ég náði að bæta við nokkrum styttum í safnið mitt. Það er gott," sagði Peterson. Hin svokölluðu „Comeback-verðlaun" ársins féllu í skaut Peyton Manning, leikstjórnanda Denver Broncos. Hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla en Broncos náði besta árangri alla liða í deildakeppninni í ár. JJ Watt, varnartröll hjá Houston, var valinn varnarleikmaður ársins. „Ég get enn bætt mig mikið. Ég er aðeins 23 ára gamall." Robert Griffin þriðji, leikstjórnandi Washington, átti frábært tímabil og var valinn besti sóknarnýliði ársins. Það er sárabót fyrir Griffin sem sleit krossband í hné í úrslitakeppninni og verður því frá langt fram á næsta haust. Þjálfari ársins var valinn Bruce Arians en hann tók við Indianapolis þegar að þjálfarinn Chuck Pagano greindist með hvítblæði. Undir stjórn Arians náði Indianapolis frábærum árangri en Pagano sneri aftur undir lok deildakeppninnar og tók aftur við liðinu. Indinapolis vann aðeins tvo leiki af sextán á síðasta tímabili en komst alla leið í úrslitakeppnina þetta tímabilið. Arians mun stýra liði Arizona Cardinals á næsta tímabili.Verðlaunahafar: Verðmætasti leikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti sóknarleikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti varnarleikmaðruinn: JJ Watt, Houston Texans Sóknarnýliði ársins: Robert Griffin þriðji, Washington Redskins Varnarnýliði ársins: Luke Kuechly, Carolina Panthers „Comeback"-leikmaður ársins: Peyton Manning, Denver Broncos Þjálfari ársins: Bruce Arians, Indianapolis Colts NFL Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Fleiri fréttir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. Peterson átti ótrúlegt ár, sérstaklega miðað við að hann sleit krossband í hné í desember á síðasta ári. Hann náði ótrúlega skjótum bata og var kominn á fullt þegar að nýtt tímabil hófst í haust. Peterson hljóp með boltann alls 2097 jarda á tímabiilnu og var aðeins níu jördum frá því að bæta met Eric Dickerson. Peterson var einnig sóknarleikmaður ársins. Minnesota féll úr leik í úrslitakeppninni og því verður Peterson ekki með þegar að úrslitaleikur deildarinnar, Superbowl, fer fram í kvöld. Þar mætast Baltimore og San Francisco. „Markmiðið var að komast í Superbowl. Það tókst ekki, því miður. En ég náði að bæta við nokkrum styttum í safnið mitt. Það er gott," sagði Peterson. Hin svokölluðu „Comeback-verðlaun" ársins féllu í skaut Peyton Manning, leikstjórnanda Denver Broncos. Hann missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla en Broncos náði besta árangri alla liða í deildakeppninni í ár. JJ Watt, varnartröll hjá Houston, var valinn varnarleikmaður ársins. „Ég get enn bætt mig mikið. Ég er aðeins 23 ára gamall." Robert Griffin þriðji, leikstjórnandi Washington, átti frábært tímabil og var valinn besti sóknarnýliði ársins. Það er sárabót fyrir Griffin sem sleit krossband í hné í úrslitakeppninni og verður því frá langt fram á næsta haust. Þjálfari ársins var valinn Bruce Arians en hann tók við Indianapolis þegar að þjálfarinn Chuck Pagano greindist með hvítblæði. Undir stjórn Arians náði Indianapolis frábærum árangri en Pagano sneri aftur undir lok deildakeppninnar og tók aftur við liðinu. Indinapolis vann aðeins tvo leiki af sextán á síðasta tímabili en komst alla leið í úrslitakeppnina þetta tímabilið. Arians mun stýra liði Arizona Cardinals á næsta tímabili.Verðlaunahafar: Verðmætasti leikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti sóknarleikmaðurinn: Adrian Peterson, Minnesota Vikings Verðmætasti varnarleikmaðruinn: JJ Watt, Houston Texans Sóknarnýliði ársins: Robert Griffin þriðji, Washington Redskins Varnarnýliði ársins: Luke Kuechly, Carolina Panthers „Comeback"-leikmaður ársins: Peyton Manning, Denver Broncos Þjálfari ársins: Bruce Arians, Indianapolis Colts
NFL Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Utan vallar: Óróapúls óskast Handbolti Fleiri fréttir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira