Það bendir flest til þess að leikstjórnandinn Joe Flacco verði áfram í herbúðum meistara Baltimore Ravens. Það sem meira er þá verður Flacco með bestu laun í sögu deildarinnar.
Flacco og Ravens eru við það að ná samningi en Flacco mun fá 120 milljónir dollara fyrir sex ára samning við félagið samkvæmt heimildum Sports Illustrated.
Flacco fær því meira en 20 milljónir dollara á ári en Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, er á þeim launum og var hæstur í launastiganum.
Flacco var í raun að spila fyrir nýjum samningi á síðasta tímabili. Þá fékk hann tæpar 7 milljónir dollara fyrir árið.
Hann fór á kostum og leiddi Ravens alla leið og er heldur betur að fara að uppskera ríkulega.
Flacco verður launahæsti leikmaður í sögu NFL

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti


