Viðskipti erlent

"Ég vil deyja á Mars“

Elon Musk á South by Southwest hátíðinni.
Elon Musk á South by Southwest hátíðinni. MYND/AP
„Ég vil deyja á Mars, bara ekki við lendingu." Þetta sagði frumkvöðullinn og auðkýfingurinn Elon Musk í ræðu sinni á SXSW tónlistar- og tæknihátíðinni í Texas um helgina.

Musk, sem efnaðist verulega á stofnun PayPal greiðsluþjónustunnar, hefur á síðustu árum einblínt á rekstur geimferðafyrirtækisins SpaceX. Á dögunum varð félagið fyrsta einkafyrirtækið til að ferja vistir í Alþjóðlegu geimstöðina. Endanlegt markmið Musk er að bjóða almenningi upp á ferðir til Mars.

Í ræðu sinni tilkynnti Musk að hann ætlaði sér að reisa geimhöfn í Texas, það er, ef yfirvöld eru reiðubúin að styðja við bakið á verkefninu.

„Bandaríkjamenn eru landkönnuðir og fólk verður að átta sig á því að geimferðir eru ekki ávísun á gjaldþrot," sagði Musk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×