Viðskipti erlent

Tilraunflug Dreamliner með nýtt rafgeymakerfi gekk að óskum

Fyrsta tilraunaflug Dreamliner þotu með nýju rafgeymakerfi gekk að óskum í gærdag.

Þotan er sú fyrsta í heiminum sem notar lithium batterí en þau eru léttari og kraftmeiri en aðrar tegundir. Boeing verksmiðjurnar hafa endurhannað kerfið frá grunni.

Eins og kunnugt er af fréttum voru allar Dreamliner þotur í heiminum kyrrsettar fyrr í vetur eftir bilun í rafgeymi einnar þeirrar. Boeing fékk síðan nýlega leyfi til tilraunflugs með hið nýja kerfi.

Talið er að Boeing hafi tapað 50 milljónum dollara eða um sex milljörðum króna á dag frá því að bilunin kom upp í janúar s.l.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×