Viðskipti erlent

Markaðir tóku kipp eftir Kýpurlán

Markaðir í Asíu tóku kipp upp á við í nótt þegar ljóst var að samkomulag var í höfn um neyðarlánið til Kýpur. Einnig tók heimsmarkaðsverð á olíu að stíga sem og verða á mörgum öðrum hrávörum.

Nikkei vísitalan í Tókýó hækkað um 1,8% og Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 0,8%.

Tunnan af Brentolíunni hefur hækkað um tæpt prósent frá því í gærdag og stendur í 108,5 dollurum. Bandaríska léttolíann hefur hækkað um rúmt prósent og stendur í rúmum 94 dollurum á tunnuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×