Örvænting á gullmörkuðum, mesta verðhrun í sögunni 16. apríl 2013 07:35 Örvænting greip um sig á gullmörkuðum heimsins í gærdag þegar mesta verðhrun á heimsmarkaðsverði á gulli i sögunni varð staðreynd. Heimsmarkaðsverð á gulli hrapaði um yfir 14% á tveimur dögum, það er á föstudag og í gærdag. Verðið lækkaði í gær um 125 dollara sem er mesta verðhrun á gullmarkaðinum á einum degi í sögunni. Um tíma í gærdag var staðgreiðsluverðið á gulli komið nokkuð niður fyrir 1.330 dollara á únsuna. Leita verður aftur til ársins 1983 til að finna álíka mikla lækkun á gullverðinu á tveimur dögum í röð. Í morgun hefur verðið svo hækkað aðeins að nýju eða um 1%. Örvæntingin hófst þegar ljóst var að hagvöxtur í Kína stóð ekki alveg undir væntingum á fyrsta ársfjórðung ársins. Raunar mælist 7,7% hagvöxtur í landinu og ætti það ekki að valda verðhruni í sjálfu sér. Hinsvegar komu þessi tíðindi beint ofan í fréttir um að Kýpur mundi selja megnið af yfir 13 tonna gullforða sínum á næstunni. Það varð svo ekki til að bæta ástandið þegar orðrómur fór um gullmarkaðinn um að Goldman Sachs bankinn væri að losa sig úr skortstöðum á honum með því að selja samninga sína í stórum stíl. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Örvænting greip um sig á gullmörkuðum heimsins í gærdag þegar mesta verðhrun á heimsmarkaðsverði á gulli i sögunni varð staðreynd. Heimsmarkaðsverð á gulli hrapaði um yfir 14% á tveimur dögum, það er á föstudag og í gærdag. Verðið lækkaði í gær um 125 dollara sem er mesta verðhrun á gullmarkaðinum á einum degi í sögunni. Um tíma í gærdag var staðgreiðsluverðið á gulli komið nokkuð niður fyrir 1.330 dollara á únsuna. Leita verður aftur til ársins 1983 til að finna álíka mikla lækkun á gullverðinu á tveimur dögum í röð. Í morgun hefur verðið svo hækkað aðeins að nýju eða um 1%. Örvæntingin hófst þegar ljóst var að hagvöxtur í Kína stóð ekki alveg undir væntingum á fyrsta ársfjórðung ársins. Raunar mælist 7,7% hagvöxtur í landinu og ætti það ekki að valda verðhruni í sjálfu sér. Hinsvegar komu þessi tíðindi beint ofan í fréttir um að Kýpur mundi selja megnið af yfir 13 tonna gullforða sínum á næstunni. Það varð svo ekki til að bæta ástandið þegar orðrómur fór um gullmarkaðinn um að Goldman Sachs bankinn væri að losa sig úr skortstöðum á honum með því að selja samninga sína í stórum stíl.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira