Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka

Ekkert lát er á verðlækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu þessa dagana. Í morgun var verðið á Brent olíunni komið niður í 104 dollara á tunnuna.

Í upphafi mánaðarins var verðið 111 dollarar á tunnuna og hefur því lækkað um rúm 6% síðan þá. Verðið á bandarísku léttolíunni er komið niður í 93 dollara en það hefur lækkað um rúmt prósent á síðasta sólarhring.

Á vefsíðunni investing.com segir að helsta ástæðan fyrir þessum verðlækkunum sé að Alþjóðlega orkumálastofnunin hefur dregið töluvert úr spám sínum um eftirspurn eftir olíu á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×