Viðskipti erlent

Hagnaður Apple minnkar milli ára í fyrsta sinn í áratug

Sjaldgæf minnkun varð á hagnaði tölvu- og símarisans Apple á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Að hagnaður hafi minnkað milli ára hjá Apple hefur ekki gerst undanfarinn áratug.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að hagnaður Apple á ársfjórðungnum hafi numið 9,5 milljörðum dollara. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 11,6 milljarðar dollara.

Niðurstaðan var samt betri en sérfræðingar spáðu fyrir um og var það einkum vegna mikillar sölu á iPhone og iPad.

Stjórn Apple viðurkennir að dregið hafi úr vexti fyrirtækisins frá áramótum en bendir jafnframt á að árið í fyrra hafi verið óvenjugott fyrir Apple.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×