Húsnæðisverð lækkar töluvert á evrusvæðinu 22. apríl 2013 11:52 Húsnæðisverð lækkaði á evrusvæðinu á fjórða fjórðungi í fyrra um 1,8% frá sama ársfjórðungi árinu áður. Af þeim 13 evruríkjum þar sem tölur um húsnæðisverðsþróun er tiltæk lækkaði verð í átta þeirra á þessum tíma. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að verð lækkaði mest á Spáni en þar fór húsnæðisverð niður um 12,8% á tímabilinu. Þar næst koma Slóvenía, Holland og Portúgal með 8,8%, 6,1% og 6,0% lækkun. Tölur fyrir Grikkland vantar hins vegar inn í samanburðinn. Af þeim fáu löndum innan evrusvæðisins þar sem verð hækkaði var hækkunin mest í Eistlandi, eða um 5,8%, og á Möltu um 5,4%. Kemur þetta fram í gögnum sem hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti fyrir skömmu. Eftir að fjármálakreppan skall á árið 2008 lækkaði húsnæðisverð talsvert á evrusvæðinu og náði botni á árinu 2009. Hækkaði það síðan nokkuð samhliða uppsveiflu á svæðinu fram á fyrri hluta árs 2011. Síðan þá hefur það verið að lækka og er nú orðið lægra en það fór lægst á árinu 2009. Hefur verðið ekki verið lægra síðan á seinni hluta árs 2006. Lækkun húsnæðisverðs á svæðinu frá árinu 2009 hefur hangið saman við samdrátt á svæðinu sem var 0,9% á fjórða ársfjórðungi í fyrra og hefur verðlækkunin innan svæðisins verið mest í þeim löndum þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Þannig var 1,9% samdráttur á Spáni á fjórða fjórðungi í fyrra, 2,8% samdráttur í Slóveníu, 0,9% samdráttur í Hollandi og 3,8% samdráttur í Portúgal. Þá var 6,0% samdráttur í Grikklandi á sama tíma. Hér á landi hefur verð íbúðarhúsnæðis þróast með nokkuð öðrum hætti en á evrusvæðinu. Verð íbúðarhúsnæðis náði botni seinna hér en á evrusvæðinu eftir að fjármálakreppan skall á, eða á árinu 2010. Verðið hefur síðan verið að hækka þó svo að nokkuð hafi dregið úr hækkunartaktinum undanfarið. Húsnæðisverðið hefur þannig fylgt hagsveiflunni hér á landi sem hefur verið nokkuð hagfelldari undanfarið en á evrusvæðinu. Á fjórða fjórðungi í fyrra, þegar hagvöxtur mældist hér á landi 1,5%, hækkaði húsnæðisverð um 4,7% hér á landi frá sama ársfjórðungi árinu áður en lækkaði um 1,8% á evrusvæðinu líkt og áður sagði. Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Húsnæðisverð lækkaði á evrusvæðinu á fjórða fjórðungi í fyrra um 1,8% frá sama ársfjórðungi árinu áður. Af þeim 13 evruríkjum þar sem tölur um húsnæðisverðsþróun er tiltæk lækkaði verð í átta þeirra á þessum tíma. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að verð lækkaði mest á Spáni en þar fór húsnæðisverð niður um 12,8% á tímabilinu. Þar næst koma Slóvenía, Holland og Portúgal með 8,8%, 6,1% og 6,0% lækkun. Tölur fyrir Grikkland vantar hins vegar inn í samanburðinn. Af þeim fáu löndum innan evrusvæðisins þar sem verð hækkaði var hækkunin mest í Eistlandi, eða um 5,8%, og á Möltu um 5,4%. Kemur þetta fram í gögnum sem hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti fyrir skömmu. Eftir að fjármálakreppan skall á árið 2008 lækkaði húsnæðisverð talsvert á evrusvæðinu og náði botni á árinu 2009. Hækkaði það síðan nokkuð samhliða uppsveiflu á svæðinu fram á fyrri hluta árs 2011. Síðan þá hefur það verið að lækka og er nú orðið lægra en það fór lægst á árinu 2009. Hefur verðið ekki verið lægra síðan á seinni hluta árs 2006. Lækkun húsnæðisverðs á svæðinu frá árinu 2009 hefur hangið saman við samdrátt á svæðinu sem var 0,9% á fjórða ársfjórðungi í fyrra og hefur verðlækkunin innan svæðisins verið mest í þeim löndum þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Þannig var 1,9% samdráttur á Spáni á fjórða fjórðungi í fyrra, 2,8% samdráttur í Slóveníu, 0,9% samdráttur í Hollandi og 3,8% samdráttur í Portúgal. Þá var 6,0% samdráttur í Grikklandi á sama tíma. Hér á landi hefur verð íbúðarhúsnæðis þróast með nokkuð öðrum hætti en á evrusvæðinu. Verð íbúðarhúsnæðis náði botni seinna hér en á evrusvæðinu eftir að fjármálakreppan skall á, eða á árinu 2010. Verðið hefur síðan verið að hækka þó svo að nokkuð hafi dregið úr hækkunartaktinum undanfarið. Húsnæðisverðið hefur þannig fylgt hagsveiflunni hér á landi sem hefur verið nokkuð hagfelldari undanfarið en á evrusvæðinu. Á fjórða fjórðungi í fyrra, þegar hagvöxtur mældist hér á landi 1,5%, hækkaði húsnæðisverð um 4,7% hér á landi frá sama ársfjórðungi árinu áður en lækkaði um 1,8% á evrusvæðinu líkt og áður sagði.
Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira