Viðskipti erlent

Hlutir í Danske Bank snarlækka eftir lélegt uppgjör

Verð á hlutum í Danske Bank hefur hríðlækkað í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Á fyrstu fimm mínútunum eftir að opnað var fyrir viðskipti féllu hlutir í bankanum um 3,7%.

Ástæðan þessa eru töluverð vonbirgði með uppgjör bankans fyrir fyrsta ársfjórðung árins. Hagnaður Danske Bank nam 1,5 milljörðum danskra króna eftir skatta eða um 30 milljörðum króna. Sérfræðingar höfðu hinsvegar almennt spáð 1,7 milljarða danskra króna hagnaði.

Eivind Kolding bankastjóri Danske Bank segir að niðurstaðan eftir ársfjórðunginn sé óásættanleg.

Fram kemur í uppgjörinu að tekjur bankans lækkuðu um 17% milli ára. Þær námu 10,1 milljarði danskra kr. á ársfjórðugnum á móti 11,8 milljörðum danskra kr. á sama tímabili í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×