Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar töluvert

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert frá því í gærdag eða um 2%. Þannig er tunnan af Brent olíunni komin niður í 102,5 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í rúma 94 dollara.

Á vefsíðunni investing.com kemur fram að helsta ástæðan fyrir þessum lækkunum eru nýjar tölur sem sýna að Bandaríkin eru að drukkna í hráolíubirgðum.

Orkumálastofnun Bandaríkjanna birti tölur um olíu- og bensínbirgðir landsins í vikunni en þær ná yfir stöðuna í síðustu viku. Í þeim kemur fram að hráolíubirgðir Bandaríkjanna nema nú 395,5 milljónum tunna og hafa ekki verið meiri síðan árið 1982.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×