Viðskipti erlent

Colorado skattleggur sölu af marijúana til einkanota

Colorado er um það bil að verða fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem skattleggur sölu á marijúana til einkanota innan landamæra sinna.

Í frétt um málið í blaðinu Denver Post segir að búið sé að samþykkja ýmis lög á ríkisþingi Colorado sem geri yfirvöldum þar kleyft á að leggja skatta á verslun með marijúana. Um verður að ræða tvennskonar skatta, annarsvegar 15% vörugjöld og hinsvegar 10% virðisaukaskatt.

Í löggjöfinni er jafnframt kveðið á um hámark af marijúana sem hver einstaklingur má kaupa, sem er 7 grömm á dag, og hámark sem hver einstaklingur má rækta af efninu sem eru rúmlega 150 grömm.

Samþykkt var að lögleiða marijúana í Colorado í atkvæðagreiðslu íbúanna sem fór fram samhliða forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember í fyrra.

Önnur ríki í Bandaríkjunum skattleggja þegar sölu á marijúana, það er í þeim ríkjunum þar sem efnið er löglegt til lækninga. Þannig hefur Kalifornía um 100 milljón dollara eða um 11,7 milljarða kr. í skatttekjur af marijúana á hverju ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×