Viðskipti erlent

Peningaþvætti sem nemur 750 milljörðum

Jakob Bjarnar skrifar
Tilkynnt um eitt mesta peningaþvætti sögunnar.
Tilkynnt um eitt mesta peningaþvætti sögunnar.

Bandaríska netbankanum Liberty Reserve hefur verið lokað en talið er að hann hafi stundað umfangsmikið peningaþvætti eða sem nemur tæpum 750 milljörðum íslenskra króna. Það er á pari við hálfa landsframleiðslu Íslands.

Á BBC er vitnað í bandaríska saksóknaranna Preet Bharara sem segir bankann hafa verið stofnaðan gagngert til að stunda glæpsamlegt athæfi af þessum toga. Lögregla í sautján löndum hefur tekið þátt í rannsókn á stjórnendum og eigendum fyrirtækisins og hefur verið lagt hald á tölvubúnað bankans sem var með gjaldmiðlastarfsemi á netinu.

Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er þetta stærsta alþjóðlega peningaþvættisstarfsemi sem komið hefur verið upp um. Talið er að yfir 55 milljónir ólöglegar millifærslur hafi farið fram um reikninga bankans. Stofnandi Liberty, Arthur Budovsky, var handtekinn á Spáni, ásamt fleirum höfuðpaurum. Talið er að Liberty hafi annast peningaþvætti fyrir eiturlyfjasala, barnaníðinga og mansalhringi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×