Viðskipti erlent

Segir kreppunni innan Evrópusambandsins lokið

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og François Hollande, forseti Frakklands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og François Hollande, forseti Frakklands.

Forseti Frakklands, Francois Hollande, sagði í heimsókn sinni til Japans í dag, að kreppunni í Evrópu væri lokið.

Þessi orð lét hann falla á fundi með japönskum viðskiptamönnum. Hann sagðist trúa því að keppunni væri lokið, meðal annars að kreppan hefði ekki veikt Evrópusambandið, heldur styrkt það.

Eins og kunnugt er þá hafa lönd innan Evrópusambandsins verið illa stödd, síðast fékk Kýpur tíu milljarða evru lán frá Alþjóðgjaldeyrissjóðnum og ríkjum Evrópusambandsins.

Samkvæmt fréttastofu BBC er ástandið enn erfitt í Frakklandi. Þannig náði atvinnuleysi í landinu nýjum hæðum í síðasta mánuði og hefur það ekki verið jafn hátt í fimmtán ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×