Viðskipti erlent

Firefox vafrinn slær Chrome við í hraða

Jóhannes Stefánsson skrifar
"The quick brown fox jumps..." Samkeppni vafranna um notendur hefur aukið hraða þeirra verulega.
"The quick brown fox jumps..." Samkeppni vafranna um notendur hefur aukið hraða þeirra verulega. AFP
Tæknivefsíðan Tom's Hardware hefur gert prófanir á stærstu netvöfrunum sem leiða í ljós að Mozilla Firefox hefur stungið samkeppnisaðilum sínum ref fyrir rass.

Prófunin náði til Firefox, Chrome, Opera Next, IE 10 og Opera vafranna, þar sem sá síðastnefndi var jafnframt lakastur.

Chrome var í öðru sæti, en vafrinn hefur verið álitinn sá fljótasti um áraraðir. Það er þó verulega mjótt á mununum sem er vart mælanlegur og ljóst er að notendur vafranna ættu ekki að finna mun notist þeir við báða vafra í sömu tölvu.

Firefox er eilitlu hraðari en Chrome.Tom's Hardware
Þá kemur Firefox einnig best út úr prófunum á öryggi, stöðugleika og áreiðanleika, með talsverða yfirburði yfir hina vafrana. Chrome fellur niður í þriðja sæti hvað þetta varðar, á eftir Opera Next.

Nánar er fjallað um málið á vef Tom's Hardware.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×