Samdráttur í sölu veldur forstjóra Coca Cola gremju Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. júlí 2013 19:15 Slæmt veður dregur úr sölu á Coca Cola og er veðurfar ein af ástæðunum sem fyrirtækið gefur upp fyrir dræmri sölu á öðrum ársfjórðungi. Coca Cola, sem er stærsti gosdrykkjaframleiðandi heims miðað við tekjur, tilkynnti í dag að tekjur hefðu dregist saman um fjögur prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Muhtar Kent, forstjóri Coca Cola Company, kvaðst afar ósáttur með afkomuna á fundi með greiningaraðilum í dag, en greint er frá þessu á vef Financial Times. Ástæður fyrir samdrætti í tekjum eru sagðar slæmt veðurfar og neikvæðar horfur í efnagslífinu á heimsvísu, eins og minnkandi kaupmáttur. Tekjur drógust saman niður í 2,68 milljarða dollara úr 2,79 milljörðum dollara á sama tíma í fyrra.Færri svala þorstanum í sögulega köldu veðri Coca Cola Company tilgreinir helst lélegar horfur í efnahagsmálum í Evrópu, Asíu og rómönsku ameríku og „sögulega blautt og kalt veðurfar“ á öðrum ársfjórðungi, en margir svala þorstanum í hita með ískaldri kók. Í Evrópu og Indlandi voru flóð í vor og í mörgum ríkjum Bandaríkjanna var snjókoma í apríl, sem þykir óvenjulegt. Þá var júní óvenju vætusamur vestanhafs. Minnkandi kaupmáttur hefur jafnframt dregið úr markaði fyrir gosdrykki og aðra drykkjarvöru án áfengis. Forvitnilegt væri að sjá hvort sala á kóki sé jafn næm fyrir slæmu veðurfari hér á landi, en júní og júlí hafa verið mjög vætusamir, meira að segja á íslenskan mælikvarða og margir Íslendingar hafa ferðast suður á bóginn í leit að einhverju betra.Ágætis rekstur á Vífilfelli Ágætis rekstur er á Vífilfelli, söluaðila Coca Cola á Íslandi, en fyrirtækið var keypt af Cobega, framleiðanda og dreifingaraðila Coca Cola á Spáni í byrjun árs 2011 í tengslum við skuldauppgjör Þorsteins M. Jónssonar. Þorsteinn hafði sjálfur milligöngu um að hið spænska félag kæmi að kaupunum en hann hafði áður verið í viðræðum við kröfuhafa vegna skuldauppgjörsins. Síðasti birti ársreikningur Vífilfells er fyrir árið 2010 samkvæmt ársreikningaskrá en þá hagnaðist fyrirtækið um 1,8 milljarða króna en eigið fé í lok árs var jákvætt um 2,9 milljarða króna. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er Þorsteinn enn hjá fyrirtækinu sem ráðgjafi nýrra eigenda. Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Coca Cola, sem er stærsti gosdrykkjaframleiðandi heims miðað við tekjur, tilkynnti í dag að tekjur hefðu dregist saman um fjögur prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Muhtar Kent, forstjóri Coca Cola Company, kvaðst afar ósáttur með afkomuna á fundi með greiningaraðilum í dag, en greint er frá þessu á vef Financial Times. Ástæður fyrir samdrætti í tekjum eru sagðar slæmt veðurfar og neikvæðar horfur í efnagslífinu á heimsvísu, eins og minnkandi kaupmáttur. Tekjur drógust saman niður í 2,68 milljarða dollara úr 2,79 milljörðum dollara á sama tíma í fyrra.Færri svala þorstanum í sögulega köldu veðri Coca Cola Company tilgreinir helst lélegar horfur í efnahagsmálum í Evrópu, Asíu og rómönsku ameríku og „sögulega blautt og kalt veðurfar“ á öðrum ársfjórðungi, en margir svala þorstanum í hita með ískaldri kók. Í Evrópu og Indlandi voru flóð í vor og í mörgum ríkjum Bandaríkjanna var snjókoma í apríl, sem þykir óvenjulegt. Þá var júní óvenju vætusamur vestanhafs. Minnkandi kaupmáttur hefur jafnframt dregið úr markaði fyrir gosdrykki og aðra drykkjarvöru án áfengis. Forvitnilegt væri að sjá hvort sala á kóki sé jafn næm fyrir slæmu veðurfari hér á landi, en júní og júlí hafa verið mjög vætusamir, meira að segja á íslenskan mælikvarða og margir Íslendingar hafa ferðast suður á bóginn í leit að einhverju betra.Ágætis rekstur á Vífilfelli Ágætis rekstur er á Vífilfelli, söluaðila Coca Cola á Íslandi, en fyrirtækið var keypt af Cobega, framleiðanda og dreifingaraðila Coca Cola á Spáni í byrjun árs 2011 í tengslum við skuldauppgjör Þorsteins M. Jónssonar. Þorsteinn hafði sjálfur milligöngu um að hið spænska félag kæmi að kaupunum en hann hafði áður verið í viðræðum við kröfuhafa vegna skuldauppgjörsins. Síðasti birti ársreikningur Vífilfells er fyrir árið 2010 samkvæmt ársreikningaskrá en þá hagnaðist fyrirtækið um 1,8 milljarða króna en eigið fé í lok árs var jákvætt um 2,9 milljarða króna. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er Þorsteinn enn hjá fyrirtækinu sem ráðgjafi nýrra eigenda.
Mest lesið Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira