Vön stimpingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2013 15:04 Nordicphotos/Getty „Þetta var bara mjög gaman," sagði Aníta Hinriksdóttir, hógværðin uppmáluð í samtali við Vísi, eftir að hafa verið krýnd heimsmeistari í 800 metra hlaupi ungmenna í Donetsk í Úkraínu. Aníta var virkaði vel stemmd fyrir hlaupið. Hún brosti upp í stúku og virtist í góðum málum. „Mér leið alveg rosalega vel fyrir hlaupið. Ég fann það strax í upphituninni og var því lítið stressuð," segir Aníta. Hún tók undir að fyrri hringurinn hefði verið mjög hraður og sagði það koma til að hlauparar hefðu verið taugaóstyrkir. Því hefðu þeir hlaupið hraðar. „Við vorum búin að stefna á að toppa hérna þannig að það er mjög skemmtilegt að þetta gekk upp," segir Aníta sem hafði töluverða yfirburði í hlaupinu. Svo virtist sem keppendur nánast ýttu hver við öðrum að loknum fyrri hring þegar Aníta bjó sig undir að taka á rás. Hlaupakonan kiptti sér lítið upp við það. „Það voru smá stimpingar. En maður er vanur því. Það setti mig ekkert útaf laginu," segir ÍR-ingurinn fótfrái. Aníta sagði það hafa verið mjög skemmtilegt að stíga á verðlaunapall og hlýða á þjóðsöng Íslands. Aníta var á leið í lyfjapróf þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún gekkst einnig undir lyfjapróf eftir hlaup sitt í undanúrslitum en þar sem Aníta setti mótsmet var hún skikkuð í próf að nýju. Aðspurð hvort hún væri stressuð fyrir lyfjaprófið sagði Aníta afslöppuð: „Nei nei. Ég drekk bara nóg vatn." Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hér má sjá upptöku af hlaupi Anítu Aníta Hinriksdóttir varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi en keppt var í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 14:22 Aníta heimsmeistari Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 00:01 "Aníta er í skýjunum" "Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur. 14. júlí 2013 14:10 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
„Þetta var bara mjög gaman," sagði Aníta Hinriksdóttir, hógværðin uppmáluð í samtali við Vísi, eftir að hafa verið krýnd heimsmeistari í 800 metra hlaupi ungmenna í Donetsk í Úkraínu. Aníta var virkaði vel stemmd fyrir hlaupið. Hún brosti upp í stúku og virtist í góðum málum. „Mér leið alveg rosalega vel fyrir hlaupið. Ég fann það strax í upphituninni og var því lítið stressuð," segir Aníta. Hún tók undir að fyrri hringurinn hefði verið mjög hraður og sagði það koma til að hlauparar hefðu verið taugaóstyrkir. Því hefðu þeir hlaupið hraðar. „Við vorum búin að stefna á að toppa hérna þannig að það er mjög skemmtilegt að þetta gekk upp," segir Aníta sem hafði töluverða yfirburði í hlaupinu. Svo virtist sem keppendur nánast ýttu hver við öðrum að loknum fyrri hring þegar Aníta bjó sig undir að taka á rás. Hlaupakonan kiptti sér lítið upp við það. „Það voru smá stimpingar. En maður er vanur því. Það setti mig ekkert útaf laginu," segir ÍR-ingurinn fótfrái. Aníta sagði það hafa verið mjög skemmtilegt að stíga á verðlaunapall og hlýða á þjóðsöng Íslands. Aníta var á leið í lyfjapróf þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún gekkst einnig undir lyfjapróf eftir hlaup sitt í undanúrslitum en þar sem Aníta setti mótsmet var hún skikkuð í próf að nýju. Aðspurð hvort hún væri stressuð fyrir lyfjaprófið sagði Aníta afslöppuð: „Nei nei. Ég drekk bara nóg vatn."
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hér má sjá upptöku af hlaupi Anítu Aníta Hinriksdóttir varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi en keppt var í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 14:22 Aníta heimsmeistari Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 00:01 "Aníta er í skýjunum" "Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur. 14. júlí 2013 14:10 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Hér má sjá upptöku af hlaupi Anítu Aníta Hinriksdóttir varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi en keppt var í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 14:22
Aníta heimsmeistari Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 00:01
"Aníta er í skýjunum" "Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur. 14. júlí 2013 14:10