Vön stimpingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2013 15:04 Nordicphotos/Getty „Þetta var bara mjög gaman," sagði Aníta Hinriksdóttir, hógværðin uppmáluð í samtali við Vísi, eftir að hafa verið krýnd heimsmeistari í 800 metra hlaupi ungmenna í Donetsk í Úkraínu. Aníta var virkaði vel stemmd fyrir hlaupið. Hún brosti upp í stúku og virtist í góðum málum. „Mér leið alveg rosalega vel fyrir hlaupið. Ég fann það strax í upphituninni og var því lítið stressuð," segir Aníta. Hún tók undir að fyrri hringurinn hefði verið mjög hraður og sagði það koma til að hlauparar hefðu verið taugaóstyrkir. Því hefðu þeir hlaupið hraðar. „Við vorum búin að stefna á að toppa hérna þannig að það er mjög skemmtilegt að þetta gekk upp," segir Aníta sem hafði töluverða yfirburði í hlaupinu. Svo virtist sem keppendur nánast ýttu hver við öðrum að loknum fyrri hring þegar Aníta bjó sig undir að taka á rás. Hlaupakonan kiptti sér lítið upp við það. „Það voru smá stimpingar. En maður er vanur því. Það setti mig ekkert útaf laginu," segir ÍR-ingurinn fótfrái. Aníta sagði það hafa verið mjög skemmtilegt að stíga á verðlaunapall og hlýða á þjóðsöng Íslands. Aníta var á leið í lyfjapróf þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún gekkst einnig undir lyfjapróf eftir hlaup sitt í undanúrslitum en þar sem Aníta setti mótsmet var hún skikkuð í próf að nýju. Aðspurð hvort hún væri stressuð fyrir lyfjaprófið sagði Aníta afslöppuð: „Nei nei. Ég drekk bara nóg vatn." Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hér má sjá upptöku af hlaupi Anítu Aníta Hinriksdóttir varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi en keppt var í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 14:22 Aníta heimsmeistari Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 00:01 "Aníta er í skýjunum" "Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur. 14. júlí 2013 14:10 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
„Þetta var bara mjög gaman," sagði Aníta Hinriksdóttir, hógværðin uppmáluð í samtali við Vísi, eftir að hafa verið krýnd heimsmeistari í 800 metra hlaupi ungmenna í Donetsk í Úkraínu. Aníta var virkaði vel stemmd fyrir hlaupið. Hún brosti upp í stúku og virtist í góðum málum. „Mér leið alveg rosalega vel fyrir hlaupið. Ég fann það strax í upphituninni og var því lítið stressuð," segir Aníta. Hún tók undir að fyrri hringurinn hefði verið mjög hraður og sagði það koma til að hlauparar hefðu verið taugaóstyrkir. Því hefðu þeir hlaupið hraðar. „Við vorum búin að stefna á að toppa hérna þannig að það er mjög skemmtilegt að þetta gekk upp," segir Aníta sem hafði töluverða yfirburði í hlaupinu. Svo virtist sem keppendur nánast ýttu hver við öðrum að loknum fyrri hring þegar Aníta bjó sig undir að taka á rás. Hlaupakonan kiptti sér lítið upp við það. „Það voru smá stimpingar. En maður er vanur því. Það setti mig ekkert útaf laginu," segir ÍR-ingurinn fótfrái. Aníta sagði það hafa verið mjög skemmtilegt að stíga á verðlaunapall og hlýða á þjóðsöng Íslands. Aníta var á leið í lyfjapróf þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún gekkst einnig undir lyfjapróf eftir hlaup sitt í undanúrslitum en þar sem Aníta setti mótsmet var hún skikkuð í próf að nýju. Aðspurð hvort hún væri stressuð fyrir lyfjaprófið sagði Aníta afslöppuð: „Nei nei. Ég drekk bara nóg vatn."
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Hér má sjá upptöku af hlaupi Anítu Aníta Hinriksdóttir varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi en keppt var í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 14:22 Aníta heimsmeistari Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 00:01 "Aníta er í skýjunum" "Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur. 14. júlí 2013 14:10 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Hér má sjá upptöku af hlaupi Anítu Aníta Hinriksdóttir varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi en keppt var í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 14:22
Aníta heimsmeistari Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi í Donetsk í Úkraínu. 14. júlí 2013 00:01
"Aníta er í skýjunum" "Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur. 14. júlí 2013 14:10