Ólympíufarar sameina krafta sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2013 11:45 Mynd/anton „Þetta er mjög skemmtilegt lið og mjög skemmtileg blanda. Það er samt langt í frá að við séum langsterkasta liðið," segir Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson. Kári Steinn verður í eldlínunni á sunnudaginn þegar keppt verður í hálfum járnmanni í Hafnarfirði. Um er að ræða Íslandsmótið í þríþraut í vegalengdinni. Mest alvara er í einstaklingsflokki þar sem keppendur sjá um allar þrautirnar sjálfir en stemmningin er einnig mikil í liðakeppninni. Kári Steinn er með sterka félaga í sínu liði. Þannig mun Jón Margeir Sverrisson, Ólympíumeistari í flokki þroskahamlaðra í 200 metra skriðsundi, synda sundlegginn og María Ögn Guðmundsdóttir, hjólreiðakona síðasta árs, sjá um reiðhjólalegginn.Jón Margeir fagnar í London síðastliðið sumar.Nordicphotos/GettySyntir verða 1900 metrar, hjólaðir 90 kílómetrar áður en hálft maraþon eða 21,1 kílómetri verður hlaupinn. „Þetta er fyrst og fremst til gamans. Maður ætlar ekkert að toppa í þessu hlaupi eða svoleiðis," segir Kári Steinn sem hafnaði í 42. sæti í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum á síðasta ári. „Ég legg þó meira upp úr þessu í ár en í fyrra þegar þetta var eingöngu til gamans," segir Kári Steinn.Hafsteinn Ægir og María Ögn.Hann segir fjölmörg sterk lið vera skráð til leiks. Róbert Wessman hafi til að mynda fengið sterka einstaklinga í sitt lið og þá er hjólreiðakappinn Hafsteinn Ægir Geirsson í sterku liði. „Hjólaleggurinn vegur þyngt. Það er lengsti leggurinn þannig að menn vinna hlutfallslega upp mestan tíma þar," segir Kári Steinn. Fróðlegt verður að fylgjast með keppni í hjólreiðunum en svo skemmtilega vill til að fremsta hjólreiðafólk landsins, Hafsteinn Ægir og María Ögn, eru par. Allar frekari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu 3SH. Skráningu í keppnina lýkur í dag klukkan 18. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt lið og mjög skemmtileg blanda. Það er samt langt í frá að við séum langsterkasta liðið," segir Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson. Kári Steinn verður í eldlínunni á sunnudaginn þegar keppt verður í hálfum járnmanni í Hafnarfirði. Um er að ræða Íslandsmótið í þríþraut í vegalengdinni. Mest alvara er í einstaklingsflokki þar sem keppendur sjá um allar þrautirnar sjálfir en stemmningin er einnig mikil í liðakeppninni. Kári Steinn er með sterka félaga í sínu liði. Þannig mun Jón Margeir Sverrisson, Ólympíumeistari í flokki þroskahamlaðra í 200 metra skriðsundi, synda sundlegginn og María Ögn Guðmundsdóttir, hjólreiðakona síðasta árs, sjá um reiðhjólalegginn.Jón Margeir fagnar í London síðastliðið sumar.Nordicphotos/GettySyntir verða 1900 metrar, hjólaðir 90 kílómetrar áður en hálft maraþon eða 21,1 kílómetri verður hlaupinn. „Þetta er fyrst og fremst til gamans. Maður ætlar ekkert að toppa í þessu hlaupi eða svoleiðis," segir Kári Steinn sem hafnaði í 42. sæti í maraþonhlaupi karla á Ólympíuleikunum á síðasta ári. „Ég legg þó meira upp úr þessu í ár en í fyrra þegar þetta var eingöngu til gamans," segir Kári Steinn.Hafsteinn Ægir og María Ögn.Hann segir fjölmörg sterk lið vera skráð til leiks. Róbert Wessman hafi til að mynda fengið sterka einstaklinga í sitt lið og þá er hjólreiðakappinn Hafsteinn Ægir Geirsson í sterku liði. „Hjólaleggurinn vegur þyngt. Það er lengsti leggurinn þannig að menn vinna hlutfallslega upp mestan tíma þar," segir Kári Steinn. Fróðlegt verður að fylgjast með keppni í hjólreiðunum en svo skemmtilega vill til að fremsta hjólreiðafólk landsins, Hafsteinn Ægir og María Ögn, eru par. Allar frekari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu 3SH. Skráningu í keppnina lýkur í dag klukkan 18.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn