Boðhlaupssveit Jamaíku setti heimsmet og vann auðveldan sigur í 4x100 metra boðhlaupi kvenna á heimsmeistaramóti í frjálsum íþróttum sem haldin er í Moskvu.
Aðalnúmer sveitarinnar, Shelley-Ann Fraser-Pryce hljóp lokasprett Jamaíku en hún var með sigrinum í boðhlaupinu að tryggja sér sín þriðju gullverðlaun á heimsmeistaramótinu.
Frakkar höfnuðu í öðru sæti hlaupsins en Bandaríska sveitin var í þriðja sætinu.
Fraser-Pryce hafði fyrr um helgina unnið 100m og 200m einstaklingshlaup með yfirburðum. Frábær árangur hjá þessari mögnuðu íþróttakonu.
Fraser-Pryce með þrenn gullverðlaun

Mest lesið







Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins
Enski boltinn


Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti
